

Mikil stemning er á útifundi kvennaverkfallsins við Arnarhól en hann hófst kl. 15. Mikill mannfjöldi er í bænum en á meðfylgjandi myndum sem teknar voru laust eftir kl. 14 sést að mikill mannfjöldi hafði þá safnast fyrir í miðborginni.
Allar konur og kvár hafa verið hvött til að leggja niður launuð jafnt sem ólaunuð störf allan daginn í dag líkt og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Þann dag lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og vakti það heimsathygli.



