fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. október 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttarlögmaðurinn Sævar Þór Jónsson ritar í dag grein hjá Vísi sem vert er að vekja athygli á, en þar fjallar hann um réttarstöðu við slit óvígðrar sambúðar. Hann bendir á að fólk hugsi því miður lítið um það við upphaf sambúðar hvernig fari með fjármálin ef sambúðin gengur ekki upp. Þó að margir stundi það að skrá eignarhlutföll fasteigna eftir fjárframlögum þá vanræki fólk að gera slíkt hið sama við skuldir, sem geti bitnað harkalega á þeim aðila sem minna leggur til kaupanna.

Fyrst og fremst minnir Sævar á að réttarstaða sambúðarfólks er ekki sambærileg réttarstöðu hjóna. Hins vegar sé hægt að krefjast opinberra skipta hafi sambúð varað lengur en tvö ár. Þá gildir þó ekki helmingarskiptareglan svokallaða, sem á við um hjón, heldur er farið með skiptin eftir lögum um skipti á dánarbúum o.fl.

„Meginreglan við fjárslit sambúðarfólks leggur áherslu á að líta beri á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga, þar sem hvor aðili tekur með sér sínar eignir og skuldir nema annað sé sannað.“

Þegar fólk hefur sambúð og kaupir saman húsnæði geta fjárframlög hvors fyrir sig verið mishá. Ekki sé óálengt að þessi framlög endurspeglist í skráðum eignarhlut þannig að sá sem kemur með meira fjármagn er skráður fyrir hærri eignarhlut en hinn. Fasteignarlán séu þó nær undantekningalaust skráð til helminga.

Hæstiréttur kvað upp dóm í vor sem skýrir nánar hvernig fara skuli með sameiginlegar fasteignir og skuldir. Þar var deilt um uppgjör fasteignar þar sem annar aðilinn átti 55% og hinn 45% en báðir báru jafna ábyrgð á áhvílandi skuldum.

„Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það væri rangt að draga skuldirnar í heild frá söluverðinu og skipta síðan hreinni eign á milli aðila. Í staðinn átti að skipta brúttó söluandvirði fasteignarinnar í hlutföllunum 55% og 45% áður en helmingshlutur hvors þeirra í áhvílandi skuldum eignarinnar væri dreginn frá hlut hvors um sig.“

Þessi niðurstaða þýðir að sá sem á minni eignarhlut en skuldar samt helming af áhvílandi veðláni geti setið uppi með töluvert minna á milli handanna en ef hinni aðferðinni væri beitt, það er að skipta hreinni eign eftir frádrátt skulda.

„Sem dæmi mætti nefna að aðili, sem skráður er fyrir 30% hlut í sameiginlegri fasteign en er 50% skuldari af sameiginlegu fasteignaláni, gæti lent í því við sambúðarslit að helmingshlutur hans í skuldinni éti upp allan eignarhlutinn, á meðan hinn aðilinn, sem skráður er fyrir meiri eign en skuldar jafnmikið, fær þá hreina eign í sinn hlut.“

Sævar biður fólk að hafa þetta í huga við upphaf sambúðar. Það þurfi að ákveða, jafnvel með formlegum hætti, hvernig eignum og skuldum verði skipt við möguleg sambúðarslit. Þetta sé til dæmis hægt að gera með sérstökum sambúðarsamningi. Eins hvetur Sævar fólk til að huga að því að það nægir ekki að skrá eignarhlutföll fasteignar eftir framlögum heldur þarf líka að skrá lánin með slíkum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Í gær

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“
Fréttir
Í gær

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“
Fréttir
Í gær

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ