fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

„Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 24. október 2025 10:30

Borgarstjórinn flúði réttvísina á Íslandi og ritstjóranum er ekki skemmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrkneskur ritstjóri segist skammast sín fyrir hönd borgar sinnar Terme eftir að borgarstjórinn var tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi í sumar. Hann biður Íslendinga afsökunar segist ætla að borga sektina sjálfur.

Flúði réttvísina

Þann 31. ágúst greindi DV frá því að Senol Kul, borgarstjóri borgarinnar Terme á norðurströnd Tyrklands, hefði verið tekinn fyrir ofsaakstur á Suðurlandsvegi í sumar. Kul hafði leigt Toyota Yaris bílaleigubíl og keyrt á 152 km/klst hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 90 km/klst þann 1. júlí.

Kul yfirgaf hins vegar landið áður en málið var klárað og var því ákæra á hendur honum birt í Lögbirtingablaðinu, að öllum líkindum vegna þess að hann hafi neitað sök. Var talið líklegt að málið hafi verið dæmt að honum fjarstöddum. Innheimta sekta af þessum toga eru hins vegar erfiðar, sérstaklega frá fjarlægum löndum eins og Tyrklandi.

Kul, situr fyrir stjórnmálaflokkinn AKP og er bandamaður forsetans Recep Erdogan. DV sendi Kul fyrirspurn um málið á sínum tíma en fékk engin svör.

Ísland er siðmenntað land

Nú hefur Murat Genç, aðalritstjóri dagblaðanna Başkent Postası, Güçlü Ankara Gazetesi, Ankara Şehir Gazetesi og Ankara Haber Bülteni, hefur nú brugðist við þessu á eigin miðlum og segist vilja borga sektina sjálfur.

Sjá einnig:

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

„Ég skammast mín fyrir hönd Terme,“ segir Genç. „Ég bið Íslenska ríkið og góða fólkið á Íslandi afsökunar vegna skammarlegrar hegðunar borgarstjóra okkar. Ísland er siðmenntað land. Ég finn fyrir djúpri sorg fyrir hönd lands míns og bæjarins Terme.“

250 þúsund krónur

Segir Genç að nafn Terme eigi ekki að tengjast slíkum málum. Hann finni fyrir djúpri sorg vegna þessa máls.

„Ég mun greiða sektina sjálfur,“ segir hann. „Það að fá hraðasekt getur hent hvern sem er, en að ferðast án tilkynningar og yfirgefa landið án þess að greiða sektina er óásættanlegt, sérstaklega fyrir stjórnanda. Það er skammarlegt að borgarstjórinn, sem hefur komið okkur í þessa stöðu, þegi enn. Því hef ég ákveðið að hefja átak. Ég mun innan eins árs, á eigin kostnað, greiða sektina sem nema 78 þúsund tyrkneskum lírum sem var lögð á á Íslandi – landinu sem stendur á toppi siðmenningar heimsins.“

78 þúsund lírur jafn gilda um 250 þúsund íslenskum krónum. „Siðmenning og heiðarleiki þekkja engin landamæri,“ segir ritstjórinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti
Fréttir
Í gær

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku