fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. október 2025 18:06

Mynd: No Borders/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Rut Eddudóttir, meðlimur No Borders, mætti á kokteilboð dómsmálaráðherra, sem haldið var í tilefni kvennaverkfalls, og vakti athygli á málstað hælisleitenda. Truflaði hún samkvæmið með því að flytja yfirlýsingu í gegnum gjallarhorn. Margrét mótmælti sérstaklega brottvísun tveggja nýfæddra rússneskra tvíbura, og foreldra þeirra, til Króatíu.

Foreldrarnir heita Gadzhi Gadzhiev og Mariam Taimova en þeim var vísað frá landinu ásamt börnum sínum nýfæddum, brottflutningur þeirra til Króatíu átti sér stað tveimur vikum eftir að Mariam fæddi tvíbura. Hjónin og lögfræðingur þeirra telja mikla hættu á því að frá Króatíu verði þau send til Rússlands þar sem þeirra bíði pólitískar ofsóknir. Nánasta fjölskylda  Gadzhi, móðir hans, systir og bróðir, hafa þó fengið varanlegt dvalarleyfi á Íslandi.

Í tilkynningu frá No Borders um uppákomuna, segir:

„Í kokteilaboði Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra var vakin athygli ofbeldisfullri stefnu hennar í garð kvenna og stúlkna á flótta.

Dómsmálaráðherra var minnt á brottflutning tveggja vikna tvíburasystra sem fæddar voru með keisaraskurði. Var þeim vísað úr landi ásamt foreldrum sínum og eldri bróður.

Fjölskyldan er nú í Króatíu en faðirinn hefur verið fluttur í varðhald og aðskildur frá fjölskyldu sinni, konan hans Mariiam þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir vegna veikinda.

Þau bíða nú öll væntanlegs brottflutnings til Rússlands.

Einnig vakti Margrét athygli á vinnubrögðum Bríetar Olgu Dmitrieva, starfsmanns ríkislögreglustjóra í málinu. Sagðist Bríet Olga ætla að sjá persónulega til þess að Mariiam móðir barnanna fengi ekki að fæða á Íslandi og þau yrðu öll send til Rússlands.

Kallað var eftir því að á þessum degi sem við fögnum nú réttindabaráttu kvenna væri sýnd samstaða með öllum konum óháð þjóðerni og uppruna, ekki aðeins ríkra kvenna.

Að lokum var skorað á stjórnvöld að hrinda í framkvæmd rannsókn á aðdraganda brottflutningsins“

Með því að smella á tengilinn hér að neðan má sjá myndbönd fá uppákomunni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Í gær

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg
Fréttir
Í gær

„Fáránleg umræða í veruleika þar sem börn eru einum smelli frá grófu klámi“

„Fáránleg umræða í veruleika þar sem börn eru einum smelli frá grófu klámi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“