fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. október 2025 10:30

Einar Bárðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta mál ætti að verða til þess að stjórnsýslan staldri við, skoði verkferla sína og spyrji einfaldrar spurningar: þjónar svona aðferð virkilega almannahagsmunum – eða skapar hún bara meiri vanda fyrir alla aðila?“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT – samtaka veitinga- og gististaða á Íslandi, í tilkynningu til fjölmiðla.

Tilefnið eru aðgerðir gegn veitingastað í miðborg Reykjavíkur fyrir skömmu en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lét loka staðnum vegna skattskuldar þrátt fyrir að staðurinn væri með greiðslusamning við skattyfirvöld í gangi og ætti aðeins þrjá greiðsludaga eftir af samningnum. Einar segir að aðgerðin hafi beinlínis verið skaðleg fyrir markmið skattheimtunnar sjálfrar. Hann kallar eftir því að stjórnsýslan endurskoði verkferla sína og spyrji sig hvort slík aðgerð þjóni almannahagsmunum.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lét fyrir skemmstu loka veitingastað í miðborg Reykjavíkur með aðstoð lögreglu vegna skattskuldar – þrátt fyrir að staðurinn væri með gildan greiðslusamning í gildi við skattayfirvöld og hefði einungis þrjá greiðsludaga eftir.

Afleiðingarnar urðu alvarlegar: staðurinn missti vínveitingaleyfi sitt, sem er ein helsta tekjulind hans, og varð þar með enn erfiðara fyrir hann að standa við skuldbindingar sínar við ríkið. Slík vinnubrögð eru ekki aðeins harkaleg og óþörf – heldur beinlínis skaðleg fyrir markmið skattheimtunnar sjálfrar.

Samkvæmt stjórnsýslulögum ber sýslumanni skylda til að rannsaka mál áður en gripið er til íþyngjandi aðgerða. Í þessu tilviki lágu fyrir andmæli og staðfesting á virkum greiðslusamningi, en engu að síður var farið fram með lögregluaðgerð sem setti rekstur fyrirtækisins í uppnám.

Síðan hafa nokkrir aðrir staðir bæst við þar sem embættið hefur hótað lokunaraðgerðum – þrátt fyrir virka og virta greiðslusamninga milli veitingastaðanna og Skattsins. Slíkt verklag sendir röng skilaboð til fyrirtækja sem eru að sýna ábyrga viðleitni til að standa í skilum.

Þá vekur það einnig spurningu um meðalhóf þegar farið er inn á veitingastaði í fullum einkennisbúningi í miðju hádeginu, á meðan gestir hafa pantað mat og jafnvel fengið hann borinn fram. Í þessum tilvikum hefur verið lokað á staðnum á staðnum, gestum vísað út og húsnæðið innsiglað – með tilheyrandi niðurlægingu, tekjutapi og orðsporstjóni. Slíkar aðgerðir hámarka tjón rekstraraðilans og þjóna engum tilgangi öðrum en að valda sem mestu skaða.

Það er einnig tímaskekkja að beita lagaheimild frá árinu 2008 sem heimilar aðgerðir ef skuld er yfir einni milljón króna – fjárhæð sem nú jafngildir um 2,3 milljónum að núvirði. Slík mörk þurfa að endurspegla raunveruleikann og núverandi efnahagsaðstæður.

Stjórnvöld verða að sýna meðalhóf, sanngirni og mannlega nálgun gagnvart fyrirtækjum sem eru að reyna að standa í skilum. Aðgerðir af þessu tagi grafa undan trausti og samvinnu milli stjórnvalda og atvinnugreinar sem þegar býr við afar erfiðar rekstraraðstæður.

Þetta mál ætti að verða til þess að stjórnsýslan staldri við, skoði verkferla sína og spyrji einfaldrar spurningar: þjónar svona aðferð virkilega almannahagsmunum – eða skapar hún bara meiri vanda fyrir alla aðila?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“
Fréttir
Í gær

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“
Fréttir
Í gær

Ömmu bjargað frá aftökusveitinni – „Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara“

Ömmu bjargað frá aftökusveitinni – „Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara“