fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

„Fáránleg umræða í veruleika þar sem börn eru einum smelli frá grófu klámi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. október 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Umræður um að kynfræðsla sé háskaleg er fáranleg í veruleika þar sem börn eru einum netsmelli frá grófu klámi,“ segir fjölmiðlamaðurinn og þjóðfélagsrýnirinn Egill Helgason í færslu á Facebook-síðu sinni.

Fjörugar umræður hafa farið fram undir færslu Egils en eins og DV hefur greint frá þá olli nýleg fermingarfræðsla í Glerárkirkju miklu fjaðrafoki. Þar mætti kynfræðingurinn Sigga Dögg og hélt fyrirlestur sem vakti mikla athygli og lýsti að minnsta kosti einn faðir óánægju sinni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lét ekki sitt eftir liggja og sagði á Facebook-síðu sinni í kjölfar frétta af málinu: „Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun.“

Sjá einnig: Sigga Dögg veldur aftur fjaðrafoki vegna fermingarfræðslu – „Guðlasti varpað fram undir hlátri og klappi „presta“ kirkjunnar“

Sem fyrr segir virðast margir hafa skoðun á málinu og má finna fjörugar umræður undir færslu Egils. Sumir taka undir með honum á meðan aðrir eru honum hjartanlega ósammála.

„Sammála. Eina spurningin er hvort eðlilegra sé að samfélagið sjái eitt um fræðsluna eða foreldrar og samfélagið í sameiningu,“ segir til dæmis Gestur Valgarðsson.

„Heyr heyr! Ef fólk bara opnaði aðeins augun fyrir því sem dynur óheft á blessuðum börnunum í gegnum símana,“ segir Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingkona og lögmaður. Egill tekur undir og segir það ráðgátu hvað hinum „miklu þjóðernissinnum“ virðist vera sama um það. „Myndi þó halda að þarna sé mesta hættan sem steðjar að menningu okkar,“ segir hann.

Ólína Þorvarðardóttir, prófessor og fyrrverandi þingkona, segir að auðvitað þurfi ungmenni kynfræðslu.

„Spurningin er kannski hvort ástæða sé til að blanda henni saman við fermingarfræðsluna. Má þetta tvennt ekki vera aðskilið? Fermingarbörn eru jú börn. Og börn í dag held ég að séu meiri börn en þegar við vorum ung. Það er mín tilfinning.“

Þessu svarar Egill svona: „Þau eru yngri mörg þegar þau fara að skoða klám, oft gróft og ofbeldisfullt, á netinu. Það sýna beinlínis rannsóknir.“

Ólína tekur undir það og segir að vissulega séu börn illa varin í netheimum. „En kynfræðsla og fermingarfræðsla finnst mér ekki eiga saman. Ég er ekki að gera lítið úr mikilvægi kynfræðslu, en hún þarf að taka tillit til þess hvar á þroskabrautinni ungmenni eru stödd og það skiptir máli í hvaða samhengi hún er sett.“

Færslu Egils má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Í gær

Óprúttnir aðilar lauma lélegum gervigreindarlögum á Spotify síður íslenskra tónlistarmanna

Óprúttnir aðilar lauma lélegum gervigreindarlögum á Spotify síður íslenskra tónlistarmanna
Fréttir
Í gær

Segist í áfalli eftir heimsókn á bráðamóttökuna – „Eins og að ganga í gegnum helvíti“

Segist í áfalli eftir heimsókn á bráðamóttökuna – „Eins og að ganga í gegnum helvíti“