Sextugur maður að nafni Lain Van Pham var þann 20. okóber 2025 sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.
Reyndi maðurinn að flytja til landsins með farþegaflugi frá Kanada rúmlega eitt kíló af kókaíni og um 1,7 kg af maríhúana.
Fíkniefnin voru falin í ferðatöskum mannsins við komu til Keflavíkurflugvallar þann 24. ágúst síðastliðinn.
Lain Van Pham játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og var dæmdur í 20 mánaða fangelsi.
Dóminn má lesa hér.