fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Sextugur maður sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. október 2025 13:25

Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextugur maður að nafni Lain Van Pham var þann 20. okóber 2025 sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Reyndi maðurinn að flytja til landsins með farþegaflugi frá Kanada rúmlega eitt kíló af kókaíni og um 1,7 kg af maríhúana.

Fíkniefnin voru falin í ferðatöskum mannsins við komu til Keflavíkurflugvallar þann 24. ágúst síðastliðinn.

Lain Van Pham játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og var dæmdur í 20 mánaða fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt