fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. október 2025 09:30

Inga Huld Sigurðardóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV hefur greint frá þá olli nýleg fermingarfræðsla í Akureyrarkirkju fjaðrafoki. Þar mætti kynfræðingurinn Sigga Dögg og hélt fyrirlestur, en sú breyting hefur verið gerð á fræðslunni að fermingarbörnin mæta nú til fræðslukvölda í fylgd með foreldrum sínum.

Sjá einnig: Sigga Dögg veldur aftur fjaðrafoki vegna fermingarfræðslu – „Guðlasti varpað fram undir hlátri og klappi „presta“ kirkjunnar“

Einn faðir skrifaði um reynslu sína af fræðslunni og sagðist ekki ætla að mæta aftur með dóttur sinni. Akureyri.net skrifaði frétt um og aðrir miðlar í kjölfarið.

Móðir sem mætti með dóttur sinni í umrædda fræðslu og hefur allt aðra sögu að segja, segir hún kvöldið hafa verið vel skipulagt og er stolt af því að dóttir hennar hafi fengið þessa góðu fræðslu.

„Ég var í umræddri fermingarfræðslu ásamt Gunnellu og við vorum mjög ánægðar. Fræðslan byrjaði á hugvekju, sameiginlegum kvöldverði, Kahoot leik og síðan fræðslu frá Siggu Dögg. Allt kvöldið var mjög vel skipulagt og ég er stolt af því að dóttir mín fær jafn góða fræðslu og prestar og djákni Glerárkirkju stóðu fyrir.

Ég var ekki bara viðstödd – ég sá með eigin augum hvernig Sigga Dögg skapaði öruggt rými þar sem unglingarnir fengu að vera manneskjur með spurningar, forvitni og öryggi. Hennar nálgun er nákvæmlega það sem þessi kynslóð þarf: Fullorðinn sem þorir að taka erfiðu samtölin með virðingu, heiðarleika og já – húmor.“

Móðirin, Inga Huld Sigurðardóttir, er grunnskólakennari og tveggja barna móðir. 

Segir að þeir sem ólust upp í þagnarmenningu um kynlíf viti hvaða skaða hún veldur. 

„Flissið sem fylgdi óljósum vísbendingum var bara yfirborðið – fyrir neðan var óöryggi, vanmáttur og stundum verri afleiðingar. Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða.“

Segir hún Siggu Dögg fara hina leiðina í sinni fræðslu.

„Hún talar skýrt, hún talar opið og já – hún er stundum ósvífin á þann skemmtilega og frelsandi hátt sem við þurfum til að brjóta þessi gömlu mynstur. Henni liggur á hjarta að afnema skömm – hún vill að unglingar upplifi að það að vera kynvera sé fullkomlega eðlilegur partur mennskunnar.“

Segir Inga Huld að betra sé að fræðslan sé meiri en minni, það auki líkurnar á að skömm fylgi ekki kynlífi.

„Þegar ég ber saman smá óþægindi við hugsanlegar afleiðingar þagnar – kvíða, skömm, ofbeldi, óöryggi í nánum samböndum – þá er valið augljóst. Ef lagt er á vogarskálar og hugað að útkomu, þá er heillavænlegra að sagt sé meira en minna í kynfræðslu. Það eykur líkur á að skömmin verði ekki fylgifiskur kynlífs.

Ég sá dóttur mína og jafnaldra hennar hlusta, spyrja spurninga og fá heiðarleg svör. Ég sá presta og djákna Glerárkirkju standa með þeim í þessu. Það var virðingarvert, það var kristilegt í allra besta merkingu orðsins og það var nákvæmlega sú fræðsla sem ég vil að barnið mitt fái.“

Segir Inga Huld að ástæða skrifa hennar sé sú að einn faðir hafi verið óánægður með kvöldið og fræðsluna. 

„Og sú neikvæðni fór heldur betur á flug á meðan við sem vorum ánægð höfum þagað. En ég var þar, ég sá hvað gerðist og ég er sammála prestum og djákna: Þetta var vel gert. Það er kominn tími til að láta jákvæðu reynsluna líka fá að heyrast.“

Þakkar Inga Huld prestum og djákna Glerárkirkju og Siggu Dögg fyrir að hafa kjark til að gera þetta rétt. Segir hún að svona flott framtak sé eitthvað sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“