fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. október 2025 14:30

Frá Grænásvegi. Mynd: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður sem býr í Danmörku, án tilgreinds heimilisfangs, hefur verið ákærður fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðar- og lögreglulögum, vegna stórháskalegs aksturs þar sem ákærði sinnti ekki fyrirmælum lögreglu.

Atvikin áttu sér stað 3. janúar 2024. Maðurinn ók bíl sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bílnum örugglega þar sem hann var undir sterkum áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Ók hann yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega á milli bíla án þess að gefa stefnumerki og lenti hvað eftir annað í háska. Einu sinni munaði litlu að maðurinn lenti í árekstri við vöruflutningabíl og einu sinni hafði hann næstum ekið á gangandi vegfaranda. Hann lenti utan vegar en í stað þess að hlýða fyrirmælum lögreglu um að koma út úr bílnum ræsti hann bílinn á ný og ók áfram. Eftirför lögreglu lauk loksins þegar bíll mannsins hafnaði á grindverki við Fitjar 2.

Orðrétt segir svo frá akstri mannsins í ákæru:

„Ákærði ók austur Grænásveg í Reykjanesbæ, þar sem lögregla gaf honum fyrst merki með forgangsakstursljósum lögreglubifreiðarinnar um að stöðva sem ákærði sinnti ekki heldur jók hraðann og ók háskalega fram úr bifreið við Grænásveg þar sem litlu mátti muna að bifreiðin OT-041 hefði hafnað framan á farmflutningabifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt, því næst beygði hann suður aðrein að Bergás þar sem hann ók of hratt miðað við aðstæður og með allt að 68 km hraða á klukkustund, þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km á klukkustund, uns hann beygði til suðurs inn á Vallarás þar sem hann ók of hratt miðað við aðstæður og með allt að 85 km hraða á klukkustund, þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km á klukkustund, en ákærði ók Vallarás til suðurs þar til hann missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hring snerist á mikilli ferð og hafnaði utan vegar við Vallarás þar sem bifreiðin nam staðar og var lögreglubifreiðinni þá lagt framan við bifreiðina OT-041 þar sem hún var kyrrstæð og gaf lögregla ákærða fyrirmæli um að stíga út úr bifreiðinni sem ákærði sinnti ekki heldur gangsetti hann hreyfil bifreiðarinnar OT-041 og tók af stað suður Vallarás í átt að Fitjum en missti stjórn á bifreiðinni á ný með þeim afleiðingum að bifreiðin snerist hálfan hring en ákærði bakkaði þá bifreiðinni of hratt miðað við aðstæður og á um 40 km hraða á klukkustund suður Vallarás í átt að Fitjum þar sem litlu mátti muna að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda, en ákærði bakkaði bifreiðinni uns hann missti stjórn á henni og bifreiðin endaði utan vegar og á grindverki við Fitjar 2 þar sem lögregla stöðvaði akstur bifreiðarinnar. Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið sinni í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann.“

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 28. október næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“
Fréttir
Í gær

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu
Fréttir
Í gær

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili
Fréttir
Í gær

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025