fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Flugferð frá Berlín endaði í íslensku fangelsi – Kona og maður á fimmtugsaldri fá þriggja ára dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. október 2025 16:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Eduardo Aguilera Del Valle, fæddur árið 1982, og Maria Estrelle Jimenez Barull, fædd 1978, hafa verið sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á um 3,4 kg af kókaíni.

Fólkið flutti efnin með farþegaflugi frá Berlín til Keflavíkurflugvallar, hvort í sinni ferðatöskunni, þann 16. ágúst síðastliðinn.

Þau játuðu bæði brot sín fyrir dómi. Brotið telst mjög alvarlegt enda um mikið magn af kókaíni að ræða. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ekki er talið að þau hafi verið eigendur fíkniefnanna né tekið þátt í skipualagningu á kaupum og innflutningi þeirra til landsins með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin hingað til lands gegn greiðslu. En einnig er litið til þess að ákærðu fluttu til landsins verulegt magn af fremur sterku og sterku kókaíni sem ætlað var til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Niðurstaðan er sú að hvort um sig er dæmt í þriggja ára fangelsi, óskilorðsbundið. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald þeirra frá 17. ágúst.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lýsir yfir miklum áhyggjum vegna bilunarinnar hjá Norðuráli – Þurfum að búa okkur undir það versta

Lýsir yfir miklum áhyggjum vegna bilunarinnar hjá Norðuráli – Þurfum að búa okkur undir það versta
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bilun í rafbúnaði hjá Norðuráli og framleiðslustöðvun að hluta

Bilun í rafbúnaði hjá Norðuráli og framleiðslustöðvun að hluta
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair

Kristján Georg ákærður fyrir skattsvik – Rak áður kampavínsklúbba og var sakfelldur fyrir innherjasvik í Icelandair
Fréttir
Í gær

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun
Fréttir
Í gær

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu
Fréttir
Í gær

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fréttir
Í gær

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“