fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. október 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir til tilraun til manndráps og hótanir vegna atviks sem átti sér stað utandyra í Reykjanesbæ föstudagskvöldið 20. júní á þessu ári.

Ákærði er sakaður um að hafa hótað öðrum manni lífláti og skömmu síðar reynt að svipta hann lífi með því að leggja ítrekað til hans með hnífi í höfuð, bók og útlim. Brotaþolinn hlaut „djúpan skurð á innanverðum hægri framhandlegg, um 10- 15 sm langan, ásamt áverka á hægri ölnartaug með kjölfarandi a.m.k. tímabundinni skyn-og hreyfisskerðingu, grunnan skurð á hægri framhandlegg, um 2 sm langan, um 3 sm langan skurð framanvert á hægri öxl sem náði nær inn í handarkrika og sást þar niður í vöðva, 3 sm langan skurð hægra megin á ofanverðum kvið, um 2 sm neðan við bringubein, sem náði í gegnum ysta lag húðar, um 2 sm langan skurð aftan við vinstra eyra, niður frá hnakka og að hálsi og grunnan skurð á utanverðum vísifingri, um 1 sm langan,“ segir í ákæru.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir fikniefnabrot og vopnalagabrot vegna fíkniefna sem fundust við húsleit á heimili hans, ásamt hnífi og haglabyssuskotum.

Krafa um skaðabætur, miskabætur og þjáningabætur

Brotaþoli krefst 4.755.562 króna í bætur. Krefst hann miskabóta upp á fjórar milljónir en afgangurinn af kröfunni greinist niður í skaðabætur og þjáningarbætur. Meðal annars er krafist bóta vegna sjúkrakostnaðar sem brotaþoli hefur þurft að bera.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjaness þann 29. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kompany krotar undir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun

Eigandi RE/MAX ákærður fyrir markaðsmisnotkun
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“