fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. október 2025 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson furðar sig á nýjum frostpinnum sem auglýstir eru til sölu undir nafni hinnar ástkæru persónu Línu langsokk. Á pakkningunni er mynd af Birtu Sólveig Söring Þórðardóttur í hlutverki Línu langsokks, sama mynd og prýðir markaðsefni sýningarinnar sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu fyrir fullum sal áhorfenda á hverri sýningu.

Veltir Stefán Máni því fyrir sér hvert hlutverk Þjóðleikhússins sé og hvort það sé komið fram úr menningarhlutverki sínu.

Þessa dagana er verið að auglýsa Línu Langsokk frostpinna, með aðstoð leikara frá Þjóðleikhúsinu þar sem er verið að sýna samnefnt leikrit úr smiðju Astrid Lindgren“ segir Stefán Máni sem segir vöruna og auglýsingarnar trufla sig á ýmsa vegu.

Er til dæmis hlutverk Þjóðleikhússins að markaðssetja sykurdrullu og stuðla að aukinni sykurneyslu barna?

Það er ekki verið að auglýsa Þjóðleikhúsið eða leikritið (nema mjög óbeint) heldur frostpinna sem heitir eftir frægri sænskri skáldpersónu.

Á facebook-síðu Kjörís má sjá þrjú stutt myndbönd þar sem Birta í hlutverki Línu auglýsir ísinn í leikmynd sýningarinnar. Það fyrsta birtist 9. október, daginn sem ísinn kom í verslanir. Ísinn er einnig til sölu á sýningum verksins í Þjóðleikhúsinu.

Stefán Máni veltir einnig fyrir sér hvort ísinn sé auglýstur með leyfi erfingja höfundar Línu langsokk, hinnar sænsku Astrid Lindgren.

Voru gerðir samningar við erfingja Astrid Lindgren áður en farið var af stað í þessa vegferð?

Ef nei, þá er um brot á höfundarrétti að ræða.

Ef já, á hvaða vegferð er arfleifð eins ástsælasta rithöfundar Norðurlanda?

Lína Langsokk er táknmynd styrks, hugrekkis og sjálfstæðis. En er greinilega orðin að peningasjúkum Tik Tok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler.

Stefán Máni segist ekki beina gagnrýni sinni að Kjörís, sem framleiðir ís og þarf því að selja ís, heldur að Þjóðleikhúsi Íslendinga, sem ég hélt að ætti að vera sjálfstæð menningarstofnun.

Hefði ekki verið gáfulegra að fara í samstarf við útgefanda Astrid Lindgren á Íslandi og stuðla að auknum bóklestri?

Spyr sá sem ekki veit…..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“