fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 20. október 2025 09:00

Helgi hefur aldrei séð það svartara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurður Haraldsson, formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í UMFÍ, segist óttast að íþróttahreyfingin sé að stefna í gjaldþrot. Oft dugi æfingagjöld aðeins fyrir 60 til 70 prósent kostnaðar og erfitt sé að fá fólk í sjálfboðaliðastörf.

„Á himninum hrannast upp óveðursskýin og íþróttahreyfingin gerir hvað hún getur til að benda yfirvöldum landsins, ríki og sveitarfélögum á það hvað er að gerast. Eins og oft áður þá gengur hægt að fá athygli frá þessum aðilum, hvað þá aðgerðir,“ segir Helgi í aðsendri grein á Vísi.

Sjaldan erfiðara

Segir hann að umhverfi þeirra sem starfi í íþróttahreyfingunni hafi sjaldan verið erfiðara. Þar sem þau geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð að skipuleggja íþróttastarf fyrir börn og unglinga sé lögð áhersla á að vera með vel menntaða þjálfar, fagmenntað starfsfólk og viðbragðsáætlanir til taks ef eitthvað út af beri.

„Til að tryggja það að allir geti tekið þátt er síðan reynt að hafa æfinga og þátttökugjöld ekki of há svo þau komi ekki í veg fyrir þátttöku, þrátt fyrir að þau þá dugi ekki fyrir þeim kostnaði,“ segir Helgi ómyrkur í máli.

Hvað er til ráða?

Spyr Helgi þá hvað sé til ráða til að leysa þennan hnút. Hækka æfinga- og þátttökugjöld svo þau dugi fyrir rekstrinum? Fjáraflanir? Eða sækjast eftir stuðningi yfirvalda, sem á tyllidögum mæri starf hreyfingarinnar og nauðsyn hennar fyrir æsku landsins?

„Dæmi eru um að innheimt æfingagjöld hjá sumum félögum dugi aðeins fyrir 60-70% af kostnaði við þjálfun, barna og unglinga. Það er deginum ljósara að eitthvað verður að breytast,“ segir Helgi.

Borga foreldrum

Fjáraflanir eingöngu til þess að halda daglegu starfi gangandi sé ekki boðlegt. Enginn fáist til að taka þátt í því. Það sýni reynslan.

„Sífellt erfiðara er að fá fólk til sjálfboðaliðastarfs og dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum s.s mótahaldi hjá félögum, til lækkunar æfingagjalda,“ segir Helgi um hversu erfitt það sé að fá fólk til að gefa vinnu sína fyrir starfið.

Verri staða í meistaraflokkum

Þetta sé staðan í barna- og unglingastarfinu. En staðan í meistaraflokkunum sé önnur og mun verri. Ítrekar hann að það sé jafn nauðsynlegt og sé framhald af barna- og unglingastarfinu. Markmið margra sé að komast þangað og síðan í landslið eða atvinnumennsku erlendis.

„Staðan er sú að við í íþróttahreyfingunni ítrekum ósk okkar um að yfirvöld taki alvarlega það sem við erurm að benda á og taki við okkur samtalið um umhverfi hreyfingarinnar, skattamál, fjármál, lagaumhverfi, fjárframlög ofl.,“ segir Helgi að lokum. „Ef ekkert verður að gert þá kemur að því að mörg íþróttafélög hætta starfsemi, skella í lás og bjóða sveitarfélögunum að taka við þessu starfi, því áfram verður gerð krafa um að íþróttastarf verði í boði í nærumhverfinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann