fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. október 2025 07:30

Trump og Selenskíj eru staðfastir. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti Volodymyr Selenskíj, forseta Úkraínu, til að samþykkja friðarskilmála Vladimírs Pútíns til að binda enda á stríð Rússlands og Úkraínu á dramatískum fundi í Hvíta húsinu á föstudag.

Selenskíj kom til Washington í síðustu viku til að óska eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, á sama tíma og bæði Úkraínumenn og Rússar hafa lagt aukinn þunga í árásir á orkuinnviði hvors annras.

Samkvæmt frétt Financial Times, sem Daily Mail vísar til, þróaðist fundur leiðtoganna á föstudag hins vegar á annan veg en reiknað hafði verið með, eða úr samningaviðræðum í hávært rifrildi. Herma heimildir blaðsins að Trump og Selenskíj hafi skipst á hrópum inni á fundinum.

Trump á að hafa kastað kortum sem sýndu víglínur í Úkraínu til hliðar og krafist þess að Selenskíj afsalaði Rússum öllu Donbas-héraðinu eins og Rússar hafa farið fram á. Hann á jafnframt að hafa varað Selenskíj við og sagt berum orðum að „Pútín muni eyða þér“ ef hann hafni þessum kröfum.

Talað er um að svipuð spenna hafi ríkt á fundinum á föstudag og í febrúar þegar Trump og varaforseti hans, JD Vance, ræddu við Selenskíj á nokkuð harkalegum fundi sem verður að líkindum lengi í minnum hafður.

Selenskíj sagði á föstudag að hann væri svartsýnn á að friður myndi nást og ástæðan væri sú að Pútín Rússlandsforseti vilji ekki frið. „Þess vegna þarf að auka þrýsting á hann,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“