fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. október 2025 07:36

Bjarni segir að færst hafi í vöxt að fólk trufli viðbragðsaðila á vettvangi umferðarslysa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Þorsteinsson varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu í Borgarnesi er ómyrkur í máli í samtali við Morgunblaðið í dag.

Hann segir að færst hafi í vöxt að fólk trufli viðbragðsaðila á vettvangi umferðarslysa, ýmist með því að fara of nærri slysstað eða með því að taka myndir.

Í frétt Morgunblaðsins er sagt frá umferðarslysi sem átti sér stað á Hálsasveitarvegi í Borgarfirði í gær þegar bifreið hafnaði utan vegar og valt nokkrar veltur.

Kemur fram í fréttinni að fólk haft tekið myndir á vettvangi og gert sér ferð nánast ofan í viðbragðsaðila. Segir Bjarni að um óvirðingu gagnvart þeim sem lenda í slysunum sé að ræða.

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði,“ segir Bjarni við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum