Hann segir að færst hafi í vöxt að fólk trufli viðbragðsaðila á vettvangi umferðarslysa, ýmist með því að fara of nærri slysstað eða með því að taka myndir.
Í frétt Morgunblaðsins er sagt frá umferðarslysi sem átti sér stað á Hálsasveitarvegi í Borgarfirði í gær þegar bifreið hafnaði utan vegar og valt nokkrar veltur.
Kemur fram í fréttinni að fólk haft tekið myndir á vettvangi og gert sér ferð nánast ofan í viðbragðsaðila. Segir Bjarni að um óvirðingu gagnvart þeim sem lenda í slysunum sé að ræða.
„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði,“ segir Bjarni við Morgunblaðið.