fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fréttir

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. október 2025 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir eru látnir eftir að maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda og stakk fólk fyrir utan samkomuhús gyðinga í Manchester á Englandi í morgun. Nú hafa breskir fjölmiðlar birtir mynd af meintum hryðjuverkamanni sem er sagður hafa verið með sprengjubelti á sér.

Lögregla var kölluð að Heaton Park Hebrew-samkomuhúsinu klukkan 09:30 í morgun, en margir voru á svæðinu vegna Yom Kippur, sem er helgasta hátíð gyðinga.

Lögreglan á Manchester-svæðinu staðfesti nú á tólfta tímanum að tveir hefðu látist og þrír væru alvarlega særðir. Talið er að árásarmaðurinn sé einnig látinn, en það verður ekki staðfest fyrr en sprengjusérfræðingar hafa fjarlægt búnað sem talið er að hafi verið skorðaður við hann.

Viðbúnaður lögreglu var mikill og gefur hann til kynna að lögregla gangi út frá því að um hryðjuverk hafi verið að ræða, að því er segir í frétt Daily Mail.

Myndband sem deilt var á samfélagsmiðlum virðist sýna vopnaða lögreglumenn beina skotvopnum að einhverjum liggjandi á jörðinni á meðan einn hrópar til vegfarenda: „Farið allir aftur, hann er með sprengju, farið í burtu.“

Sá sem liggur á jörðinni sést reyna að rísa upp áður en heyrast skothvellir og hann fellur aftur niður. Annar maður sést einnig liggja hreyfingarlaus fyrir utan hlið samkomuhússins með blóð á höfðinu.

Sir Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mun fljúga fyrr heim af leiðtogafundi Evrópuríkjaí dag vegna málsins. Hann segir að aukinn viðbúnaður verði við samkomuhús gyðinga víða um landið vegna atburðanna í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar
Fréttir
Í gær

Innbrot í snyrtistofu og hárgreiðslustofur – Lokaði gatnamótum með því að leggja bílnum

Innbrot í snyrtistofu og hárgreiðslustofur – Lokaði gatnamótum með því að leggja bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri kona óttast að hafa misst vini til 40 ára á Íslandi – Hafa ekki talað við hana eftir covid smit

Eldri kona óttast að hafa misst vini til 40 ára á Íslandi – Hafa ekki talað við hana eftir covid smit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendur ferðamaður sár og svekktur yfir hraðasekt – „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?”

Erlendur ferðamaður sár og svekktur yfir hraðasekt – „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt

Hatrammar deilur í grunnskóla á Reykjanesi enduðu fyrir dómi – Ærumeiðandi ummæli í eineltiskvörtun ómerkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“

Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play og netverjar hæðast að Íslendingum – „Klassísk Íslendingahegðun“