fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Vekja samfélagið til umhugsunar um vaxandi einmanaleika

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. október 2025 15:50

Fulltrúar stýrihópsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vika einmanaleikans er haldin í fyrsta sinn dagana 3. til 10. október. Það er Kvenfélagasamband Íslands sem stendur að baki Vikunni sem er ætlað að vekja samfélagið til umhugsunar um vaxandi einmanaleik.

Jenný Jóakimsdóttir verkefnastjóri segir að einmanaleiki fari vaxandi í samfélaginu sem hefur áhrif á fólk á öllum aldri og úr öllum kimum samfélagsins. Í samfélagi sem einkennist af hraða og tækni er brýnt að vekja athygli á mikilvægi mannlegra tengsla og samkenndar.

„Við erum spenntar að setja Vikuna formlega og hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í vikunni með okkur. Við viljum vekja samfélagið til umhugsunar um hvernig við getum öll verið virkari í að mynda tengsl. Vikan er ekki bara ætluð þeim sem upplifa sig einmana, heldur okkur öllum. Hún er tækifæri til að sýna samstöðu og skapa umhverfi þar sem góð samvera og góð tengsl eru í forgrunni,“ segir Jenný jafnframt.

„Við finnum öll fyrir einmanaleika einhvern tíma á ævinni og Viku einmanaleikans er ætlað að varpa ljósi á við getum öll verið til staðar hvert fyrir annað þegar við erum einmana,“ segir Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur sem situr í stýrihópnum sem sérstakur ráðgjafi hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tekinn með á annað þúsund töflur og gekk þá berserksgang

Tekinn með á annað þúsund töflur og gekk þá berserksgang
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“
Fréttir
Í gær

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“
Fréttir
Í gær

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum