fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk kona hefur verið ákærð fyrir að stofna lífi ungs barns síns í stórhættu í þeim tilgangi að fjölga fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum og fá þá til að gefa sér peninga.

Í frétt BBC kemur fram að konan sé „áhrifavaldur“ en hún hefur þó ekki verið nafngreind í áströlskum fjölmiðlum.

Konan lýsti því í færslum á samfélagsmiðlum að dóttir hennar glímdi við alvarleg veikindi og hún ætlaði að leyfa fólki að fylgjast með baráttu þeirra mæðgna.

Það var svo í október að læknar á sjúkrahúsi í Queensland tilkynntu móðurina til lögreglu vegna gruns um að eitrað hefði verið fyrir stúlkunni.

Hafði stúlkan komið á sjúkrahúsið vegna alvarlegra veikinda og leiddu rannsóknir í ljós að hún var með lyfseðilsskyld lyf í blóðinu.

Lögregla hefur nú lokið rannsókn málsins og hefur konan, sem er 34 ára, verið ákærð og gæti hún átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

Að sögn lögreglu er dóttir konunnar við góða heilsu í dag og virðist hún ekki hafa borið alvarlegan skaða af gjörðum móður sinnar.

Konan er sögð hafa safnað rúmum fimm milljónum króna í gegnum vefsíðuna GoFundMe vegna „veikinda“ dóttur sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“