fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Erlendur ferðamaður sár og svekktur yfir hraðasekt – „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. september 2025 11:00

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa verið gripinn fyrir hraðakstur skammt frá Akureyri fyrir skemmstu. Hann lýsir reynslu sinni í Reddit-hópnum Visiting Iceland þar sem fáir sýna honum samúð.

Í færslunni segist viðkomandi hafa leigt sér bílaleigubíl og ekið meðal annars Gullna hringinn. Á ferð sinni um Norðurland hafi lögregla stöðvað hann fyrir að vera á 111 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn var 90 kílómetrar á klukkustund.

„Við vorum látin borga 37.500 krónur fyrir þetta. En ef ég skoða færslur á netinu þá sýnist mér ég hafa verið látinn borga of mikið. Er eitthvað sem ég gert í þesu?”

Það er skemmst frá því að segja að netverjar sýndu honum enga miskunn.

„Alls ekki óréttlát sekt þar sem ókst of hratt og hraðakstur er tekinn alvarlega á Íslandi,” segir einn.

Annar bendir viðkomandi á sektarreikni lögreglunnar þar sem má sjá hversu háar sektir eru við umferðarlagabrotum. 37.500 króna sekt fyrir brotið komi heim og saman við upplýsingar þar, að því gefnu að hann hafi fengið afslátt fyrir að greiða sektina á staðnum.

Hann beinir svo að lokum þeim tilmælum til ferðamannsins að fara varla og klykkir út með orðunum: „If you can’t pay the fine, don’t do the crime.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða
Fréttir
Í gær

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun