Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að draga vegabréfsáritun Gustavo Petro, forseta Kólumbíu, tilbaka eftir að sá síðarnefndi lét til sín taka í mótmælum í New York í síðustu viku á meðan Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóð þar sem þjóðarmorði Ísraela í Gaza var mótmælt. Hinn vinstri sinnaði og litríki Petro sagði aðp ákvörðun stjórnar Donald Trump væri til marks um það að Bandaríkin virði ekki lengur alþjóðalög. Áður hafði Petro einnig farið mikinn og krafist þess að árásir Bandaríkjanna á báta meintra fíkniefnainnflytjenda ætti að rannsaka sem sakamál.
Petro var síður en svo sáttur við þessa ákvörðun og lét Donald Trump heyra það í færslum á X og sagðist hafa óskað eftir fundi með honum augliti til auglitis að ræða stöðuna í Gaza. Ætlaði Petro, að eigin sögn, að freista þess að fá Trump til þess að taka stöðu gegn þjóðarmorði.
„Konan þín, Herra Trump, eða dætutr, ættu að segja þér að það er ekki í lagi að drepa börn. Dætur mínar segja mér það,“ sagði ósáttur Petro í færslunum. Þar hvatti hann meðal annars Trump til þess að fjarlægja sig frá Hitler og hvatti hermenn Bandaríkjanna til þess að óhlýðnast skipunum hans.
Það er því með öllu óvíst hvort að Petro muni heimsækja Bandaríkin í bráð.