fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

„Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. september 2025 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, er ómyrkur í máli í garð stjórnvalda og gagnrýnir meint áhugaleysi hennar á málefnum PCC harðlega.

Í byrjun mánaðar var 30 starfsmönnum sagt upp í kísilmálmverksmiðju PCC á Húsavík og kom það til viðbótar við þá 80 sem sagt var upp um miðjan júlí vegna tímabundinnar rekstrarstöðvunar fyrirtækisins.

Aðalsteinn er í viðtali í Morgunblaðinu í dag um málið og hann segir staðreyndina vera þá að fólk er farið að flytja í burtu úr bænum, enda búið að missa vinnuna. Hann gagnrýnir harðlega meint áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á að koma starfsemi PCC aftur af stað.

„Það vantar að menn komi hingað og kynni sér málin almennilega. Ég hef verið í þessu lengi og ég man varla eftir svo miklu áhugaleysi. Við höfum aldrei staðið frammi fyrir jafn alvarlegri stöðu og lokun PCC,“ segir Aðalsteinn í viðtalinu við Morgunblaðið.

Hann tekur þó fram að hann viti til þess að ráðamenn hafi átt í einhverjum samskiptum við sveitarstjórn Norðurþings en betur megi ef duga skal.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“