Minnst þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á mörkum Miklubrautar og Reykjanesbrautar skömmu fyrir hádegi í dag. RÚV greinir frá þessu.
Ökumaður var á flótta undan lögreglu sem hafði reynt að stöðva hann á Snorrabraut. Þar gaf hann í og hugðist stinga lögregluna af. Fór svo að bílnum hvolfdi á gatnamótum Miklubrautar og Reykjanesbrautar og lenti á hvolfi utan í ljósastaur.
Viðbragðsaðilar voru kallaðir til en sex manns voru í bílnum þó að hann sé fimm sæta. Þar af voru minnst þrjú flutt á sjúkrahús, eins og fyrr segir.