fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Musk sagði að Trump væri í Epstein-skjölunum en svo reynist hann vera þar sjálfur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. september 2025 20:01

Elon Musk. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nöfn þeirra Elon Musk og Andrew Bretaprins er að finna í nýbirtum skammti af hinum svokölluðu Epstein-skjölum, sem eru gagnasafn um kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein, sem lét lífið fyrir eigin hendi er hann sat í varðhaldi og beið réttarhalda í máli sínu.

Það vakti mikla athygli þegar auðkýfingurinn Elon Musk hélt því fram í færslum á samfélagsmiðlinum X síðasta sumar að nafn Trump Bandaríkjaforseta væri að finna í skjölunum og ríkisstjórnin væri að reyna að halda því leyndu. Elon Musk eyddi síðan færslunum en hann kom ekki fram með nein gögn til stuðnings þessum fullyrðingum.

Núna kemur í ljós að nafn Musk er að finna í dagbók Epsteins. Sá minnispunktur gefur til kynna að Musk kunni að hafa heimsókn einkaeyju Epstein í desember árið 2014, sex árum eftir að Epstein fór á lista yfir kynferðisbrotamenn.

Athugasemdin í dagbók Epstein er eftirfarandi í lauslegri þýðingu: „Áminning. Elos Musk til eyjarinnar 6. des (er þetta enn að fara að gerast?)“ eða „Reminder: Elon Musk to island Dec.6 (is this still happening?)“

Talið er að brotið hafi verið gegn fjölmörgum unglingsstúlkum kynferðislega á áðurnefndri einkaeyju Epstein.

Nafn Andrew Bretaprins kemur einnig fyrir í skjölunum og er hann þar nefndu sem farþegi í einkaþotu Epstein árið 2000, en flogið var frá New Jersey til Palm Beach.

Sjá nánar á Skynews.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt