fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Lögregla kölluð til vegna nágrannaerja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. september 2025 07:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, en alls eru 52 mál skráð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sinnir meðal annars miðborginni, var lögregla kölluð til vegna nágrannaerja. Tilkynnt var um einstakling sem var að kasta dóti og drasli yfir á svalir nágranna síns. Að sögn lögreglu var tilkynnanda leiðbeint hvernig hann gæti lagt fram kæru.

Lögregla fékk einnig tilkynningu um einstakling sem var að reyna að fara inn í bíla. Lögregla hafði uppi á viðkomandi og veitti honum tiltal, en manninum hafði á þeim tímapunkti ekki tekist að fara inn í neina bíla.

Þá hafði lögregla í sama umdæmi afskipti af pari sem var í annarlegu ástandi og til vandræða á hóteli. Var þeim vísað út.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar og fjárkúgunar. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu en málið er í rannsókn.

Í umdæmi lögreglustöðvar 3 var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í litla matvöruverslun. Viðkomandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elliði hló upphátt þegar hann las frétt Morgunblaðsins í morgun

Elliði hló upphátt þegar hann las frétt Morgunblaðsins í morgun
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Í gær

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas
Fréttir
Í gær

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag