fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. september 2025 08:00

Það verður blautt og hvasst í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gular viðvaranir eru í gildi víða um land í dag og tóku þær fyrstu gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi um miðnætti. Á þeim slóðum er gert ráð fyrir mikilli rigningu fram eftir morgni og gætu staðbundin flóð valdið samgöngutruflunum.

Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan 11. Gera má ráð fyrir suðaustan 13-18 metrum á sekúndu, rigningu og snörpum vindhviðum, einkum í efri byggðum. Er fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Viðvörunin er í gildi til klukkan 16 í dag.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að vindurinn um eða eftir hádegið sé nægur til að garðhúsgögn, trampólín og aðrir lausir muni geti fokið.

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í mánuði og því er um að gera að ganga frá lausamunum sem enn eru úti eftir sumarið svo þeir fjúki ekki,“ segir veðurfræðingur. Seint í dag dregur smám saman úr rigningunni og í kvöld fer svo að draga úr vindi. Þrátt fyrir leiðindaveður verður þokkalega milt, eða 10 til 16 stig.

Á morgun verður veðrið öllu skaplegra en gera má ráð fyrir dálítilli vætu á vestanverðu landinu, en lengst af verður þurrt austanlands. Hiti verður 10 til 15 stig.

Á sunnudag gera spár ráð fyrir hægum suðlægum áttum. Bjart að mestu, en smáskúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 13 stig. Það fer svo að hvessa um kvöldið og á mánudag er gert ráð fyrir suðaustan hvassviðri með rigningu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestan og vestan 5-13 m/s og skúrir, en lengst af þurrt á austanverðu landinu. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag:
Suðlæg átt 3-8 og bjartviðri, en 8-13 og stöku skúrir við suður- og vesturströndina. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið. Hiti 7 til 12 stig.

Á mánudag:
Suðaustan 13-20 og talsverð rigning, en 8-13 og þurrt á norðaustanverðu landinu. Hægari og úrkomuminna um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á þriðjudag:
Sunnan 5-10 og skúrir eða rigning, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Breytileg átt og rigning víða um land. Hiti 6 til 11 stig.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir breytilega átt. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda
Fréttir
Í gær

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Í gær

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög