fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fréttir

Samfylking og Viðreisn gætu myndað tveggja flokka meirihluta samkvæmt nýrri könnun

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. september 2025 11:07

Heilt yfir eru litlar hreyfingar á fylginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar bæta við sig fylgi en Viðreisn dalar í nýrri skoðanakönnun. Heilt yfir eru þó ekki miklar breytingar á milli mánaða.

Samfylkingin er áfram stærsti flokkur landsins og bætir við örlitlu fylgi á milli mánaða í könnunum Maskínu. Nú í september mælist flokkurinn með 31,9 prósenta fylgi sem er aukning um 0,3 prósent.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er óbreytt í 18,6 prósentum sem og fylgi Flokks fólksins í 6,3 prósentum. Fylgi Viðreisnar dalar úr 16,1 prósenti í 14,3, Miðflokkur dalar úr 9,6 prósentum í 9,1, Framsóknarflokkur úr 6,5 í 6,3 og Vinstri Græn úr 4,2 í 4,1.

Píratar bæta mestu við sig á milli mánaða. Fara úr 4,5 prósent í 5,8 og Sósíalistaflokkur hækkar úr 2,6 prósentum í 3,5.

Yrðu þetta niðurstöður Alþingiskosninga gætu Samfylking og Viðreisn myndað tveggja flokka meirihluta, það er Samfylking með 22 þingsæti og Viðreisn með 10. Flokkur fólksins fengi 4 þingsæti.

Sjálfstæðisflokkur fengi 13 sæti, Miðflokkur 6 og Framsóknarflokkur 4 sæti. Þá kæmu Píratar aftur inn á þing með 4 sæti, og yrði í fyrsta skipti í sögunni sem flokkur kæmi aftur inn eftir að hafa þurrkast út í kosningum.

Um er að ræða niðurstöður tveggja kannana, sú fyrri gerð 4. til 9. september og sú seinni 15. til 19. september. 1.713 tóku þátt í könnunum samanlagt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppgangur á snyrtistofumarkaðnum í Reykjavík á sér myrkar hliðar

Uppgangur á snyrtistofumarkaðnum í Reykjavík á sér myrkar hliðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar græða minnst á að mennta sig – Launin hækka um þetta mikið við háskólagráðuna

Íslendingar græða minnst á að mennta sig – Launin hækka um þetta mikið við háskólagráðuna
Fréttir
Í gær

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið

Bíræfinn bílþjófur stökk yfir hengibrú til að komast undan lögreglu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu
Fréttir
Í gær

Fundu sex kíló af kókaíni – Þrír í gæsluvarðhaldi

Fundu sex kíló af kókaíni – Þrír í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Hinn grunaði hafði lítil sem engin tengsl við drenginn

Hafnarfjarðarmálið: Hinn grunaði hafði lítil sem engin tengsl við drenginn