Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð á starfstöðvar Landamæraeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas nú fyrr í morgun. Árásarmaðurinn á að hafa svipt sig lífi eftir árásina.
Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum X en árásarmaðurinn er sagður hafa komið sér fyrir verið í bílastæðahúsi skammt frá byggingu ICE. Noem sagði tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir enn en fullyrti að starfsmenn ICE standi frammi fyrir fordæmalausum hótunum og ofbeldi. Til að mynda er þetta þriðja skotárásin á útibú stofnunarinnar á þessu ári.
Ekki liggur fyrir hvort að það hafi verið starfsmenn stofnunarinnar eða skjólstæðingar hennar sem létu lífið í árásinni.