fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fréttir

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar margt sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lét flakka í ræðu sinni á allsherjarþingi SÞ hefur vakið athygli og jafnvel hneykslun. Meðal þess voru ummæli hans um borgarstjóra London, Sadiq Khan, þess efnis að hann hyggist innleiða íslömsk lög, Sharia, í höfuðborginni.

Trump sagði: „Ég horfi á London, þar sem þið eruð með hræðilegan borgarstjóra, hræðilegan, hræðilegan borgarstjóra, og hún er svo mikið breytt, svo mikið breytt.“ Hann bætti síðan við: „Nú vilja þeir taka upp Sharia-lög“.

Óbeit Trump á Sadiq Khan má rekja til þess að borgarstjórinn leyfði mótmælendum við heimsókn Trump til Englands árið 2018 að setja á loft risablöðru sem sýndi forsetann sem ungabarn (Trump baby).

Talsmaður borgarstjórans brást við fyrirspurnum fjölmiðla í gærkvöld með þessum orðum: „Við ætlum ekki að virða þessi ömurlegu og fordómafullu ummæli svars. London er mesta borg í heimi, öruggari en helstu borgir Bandaríkjanna og við tökum með ánægju á móti metfjölda bandarískra borgara sem vilja flytja hingað.“

Í morgun var Khan hins vegar spurður út í ummæli Trump af Sky News og lét borgarstjórinn þá forsetann heldur betur heyra það. Sagði Khan að Trump væri rasísk karlremba og kvenhatari sem væri fordómafullur í garð múslima. Þá byggi hann greinilega leigulaust í huga forsetans.

Segja borgina vera frábæra

Fleiri breskir ráðamenn kepptust við að bera lof á höfuðborgin í kjölfar ummæla Trump og vinnumála- og eftirlaunaráðherrann Pat McFadden sagði í viðtali við BBC að hann búi sjálfur í London og þar séu ekki Sharia-lög heldur bresk lög. Að hans mati væri borgin frábær og dýrmæt fyrir Bretland. Sagði hann ennfremur að sú skoðun Trump að London vilji Sharia-lög sé „mislestur á okkar miklu höfuðborg.“

Heilbrigðis- og félagsmálaráðherrann Wes Streeting sagði í færslu á X að Sadiq Khan sé ekki að reyna að innleiða Sharia lög í London. Hann sé borgarstjóri sem styðji fjölbreytileika og hópa með ólíkan bakgrunn og einbeiti sér að því að bæta almenningssamgöngur og öryggi borgarbúa. Sagðist  Streeting vera stoltur af borgastjóranum.

Sjá nánar á  Mirror.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja erlenda glæpahópa þvætta fé í gegnum spilakassa hérlendis

Segja erlenda glæpahópa þvætta fé í gegnum spilakassa hérlendis
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi
Fréttir
Í gær

Óhugnanlegar tölur um ofbeldi barna: „Það vantar úrræði,“ segir umboðsmaður barna

Óhugnanlegar tölur um ofbeldi barna: „Það vantar úrræði,“ segir umboðsmaður barna
Fréttir
Í gær

Fluttur á slysadeild eftir að grímuklæddir menn réðust á hann með höggum og spörkum

Fluttur á slysadeild eftir að grímuklæddir menn réðust á hann með höggum og spörkum