fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Dagsetning komin á réttarhöld í Súlunesmálinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. september 2025 13:00

Frá heimili fjölskyldunnar við Súlunes. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í Súlunesmálinu, sem varðar ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára gamalli konu, fyrir manndráp gegn föður sínum og manndrápstilraun gegn móður sinni, er ráðgerð dagana þriðja og fjórða nóvember, í Héraðsdómi Reykjaness.

Frá þessu greinir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara, í samtali við DV.

Seinni fyrirtaka var í málinu föstudaginn 19. september og voru þar lögð fram síðustu gögn í málinu. Aðspurður staðfestir Karl Ingi að öll rannsóknargögn í málinu, þar á meðal læknisfræðileg, séu komin fram.

„Það er eitt milliþing 21. október. Það verður svona undirbúningsþinghald, lagðir fram vitnalistar og þess háttar, svona vinnufundur,“ segir Karl Ingi, en aðalmeðferðin verður í byrjun nóvember, nánar tiltekið 3. og 4. nóvember. Eru því áætlaðir tveir dagar í réttarhöldin.

Karl Ingi segir töluverðan fjölda vitna gefa skýrslu í málinu en augljóslega séu engin vitni að meintum brotum Margrétar, utan hennar sjálfrar og móður hennar, sem er brotaþoli.

„Þetta er töluvert af læknum og sérfræðingum,“ segir Karl Ingi um vitnalistann, sem er að taka á sig mynd. Hin ákærða, Margrét, ber fyrst vitni fyrir dómi, eins og tíðkast í sakamálum.

Þinghald í málinu hingað til, þingfesting og fyrirtökur, hefur verið lokað. Karl Ingi á von á því að þinghald verði einnig lokað í aðalmeðferðinni en segir það þó ekki staðfest.

Sjá einnig frétt um ákæruna í málinu

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?