fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Íslendingur sagður hafa myrt konu á sjötugsaldri í Stokkhólmi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. september 2025 19:20

Mynd/Lögreglan í Stokkhólmi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski vefmiðillinn Samnytt segir að rúmlega fertugur Íslendingur hafi verið ákærður, ásamt tveimur öðrum, fyrir morð sem átt í sér stað í Stokkhólmi í október á síðasta ári. Mbl.is vekur athygli á málinu.

Aðrir sænskir miðlar hafa fjallað um morðið en Samnytt er sá eini sem tekur fram að um Íslending sé að ræða. Hin myrta var 63 ára gömul en hún var móðir manns sem tengdist undirheimum Stokkhólms og mun morð hennar hafa verið liður í hefndaraðgerð.

Samnytt segir að lögregla hafi undir höndum samtal sem sýni að aðili, sem ekki er búið að bera kennsl á, hafi haft samband við meinta Íslendinginn til að fá hann til að myrða konuna. Af samskiptunum megi eins ráða að hin myrta hafi ekki átt að vera eina fórnarlambið.

Þrír hafa verið ákærðir, þar af meinti Íslendingurinn sem mun vera 41 árs gamall. Mynd af honum er birt í læstri áskriftargrein Samnytt og eins er tekið fram að hann hafi játað á sig verknaðinn og lýst yfir eftirsjá á samfélagsmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“
Fréttir
Í gær

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun
Fréttir
Í gær

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn

Skelfileg hópárás á Austurvelli fyrir dóm – Sjö réðust á einn
Fréttir
Í gær

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”