fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. september 2025 06:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástríðuljósmyndarinn Matyas McDaniel opnar sína fyrstu einkasýningu á Borgarbókasafninu Spönginni í dag, en hann er aðeins 16 ára og nálgast viðfangsefnin með skemmtilegum hætti.

Ferðamaður – Utazó – Voyager er yfirskrift ljósmyndasýningar Matyas McDaniel sem opnuð verður á Borgarbókasafninu Spönginni, miðvikudaginn 17. september kl. 16.30.

Á sýningunni gefur að líta verk sem Matyas hefur tekið á undanförnum fjórum árum og er óhætt að segja að viðfangsefnin séu fjölbreytt og nálgunin á þau skemmtileg. Þannig eru andlitsmyndir, arkitektúr og staðir „sem náttúran hefur tekið aftur til sín“ fyrirferðamikil, en Matyas notast bæði við stafrænar myndavélar og gamlar filmumyndavélar í listsköpun sinni. 

Matyas fæddist í Búdapest í Ungverjalandi en hefur búið í Reykjavík síðustu 9 ár. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann hefur ljósmyndað um árabil og eru sumar myndirnar á sýningunni frá því að Matyas var aðeins 13 ára.

Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins til 4. október. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“