fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. september 2025 17:15

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sendi fréttastofu RÚV ályktun þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn og forseti borgarstjórnar, er hvött til að segja sig úr flokknum.

„Ályktunin er viðbragð við orðum Sönnu Magdalenu í viðtali við fréttastofu í gær, þar sem hún opnaði á framboð fyrir aðra flokka en Sósíalistaflokkinn,“ segir í frétt RÚV um málið.

Formaður framkvæmdstjórnar flokksins, eftir hallarbyltingu í flokknum í vor, er Sæþór Benjamín Randalsson, Hann segir að Sanna hafi grafið undan lýðræðislegri niðurstöðu flokksmanna í nokkurn tíma en nú sé mælirinn fullur.

Í yfirlýsingunni lýsir framkvæmdstjórnin furðu sinni á þeim ummælum Sönnu að ný stjórn flokksins hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.

Umræður eru um málið í Facebook-hópi tengdum Sósíalistum, Rauða þræðinum. Þar kemur fram að Sönnu hefur ekki verið birt þessi áskorun framkvæmdastjórnarinnar. Hún segir í ummælum undir færslu þar sem frétt RÚV um málið er deilt:

„Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir