fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. september 2025 15:02

Guðmundur Ingi, Tristan, Auður, Þröstur og Anna Kristín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangar í fangelsinu á Hólmsheiði fengu í dag að prófa nýstárlega hugleiðsluaðferð þegar spennandi samstarf á milli Afstöðu réttindafélags, Fangelsismálastofnunar og Flow hófst. Með sýndarveruleikagleraugunum og appi frá Flow geta fangar og starfsfólk fangelsisins fundið hugleiðsluæfingar sem nýtast vel til að róa taugarnar og stuðla að slökun þegar líðan er erfið en tæknin býður upp á sveigjanlega og aðgengilega leið til hugleiðslu og slökunar í krefjandi aðstæðum á borð við fangelsi. Fangar sögðu búnaðinn æðislegan og að þeir færu alveg í annan heim.

Sýndarveruleikagleraugun verða í notkun til reynslu næstu vikur á Hólmsheiði og í kjölfarið skoðað hvort ekki verði hægt að útvíkka verkefnið til annarra fangelsa landsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur komið með inn í fangelsin og telur að tæknin muni verða bylting hjá bæði föngum og starfsfólki. Þórir Guðlaugsson, varðstjóri á Hólmsheiði, prófaði í dag tæknina ásamt fáeinum föngum og lýstu allir yfir mikilli ánægju með bæði tæknina og hugleiðsluna.

Það var Tristan Gribbin frá Flow sem kynnti tæknina á Hólmsheiði í dag ásamt Guðmundi Inga, Auði Guðmundsdóttur, deildarstjóra og Önnu Kristínu Newton frá Fangelsismálastofnun. Til að byrja með verður boðið upp á fimm sýndarveruleikagleraugu sem Afstaða og Fangelsismálastofnun keyptu, en vonast er til að hægt verði að fjölga þeim þannig að þau nýtist sem flestum. Samstarfið er liður í því að stuðla að betri andlegri heilsu og vellíðan í fangelsum og nýta nýjustu tækni í þágu þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“