fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. september 2025 14:30

Spassky og Fischer eigast við. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll G. Jónsson, kenndur við heildsöluna Pólaris, reiddi ekki fram tryggingu fyrir málskostnaði til Landsréttar vegna sölu á eftirlíkingar taflborðs Bobby Fischer og var málinu því vísað frá Landsrétti. Þarf hann að greiða Bandaríkjamanninum Noah Siegel hálfa milljón krónur í málskostnað vegna þessa.

Málið á sér langan aðdraganda, allt til ársins 2012 þegar Bandaríkjamaðurinn keypti skákborð, tvö hliðarborð, sett af taflmönnum, skákklukku og áritað tréborð á 27 milljónir króna af Páli.

Í góðri trú

Keypti Siegel borðið í þeirri trú að það hefði verið notað í heimsmeistaraeinvígi Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll árið 1972. Til eru þrjú skákborð sem notuð voru í einvíginu. Hins vegar kom í ljós að um eftirlíkingu var að ræða og hófust þá málaferli sem hafa verið í fréttum.

Féll loks dómur í Héraðsdómi Reykjaness í júní árið 2023 Páli í vil. Það er að ekki hefði verið sýnt fram á að hann hefði ekki verið í góðri trú þegar hann seldi skákborðið. Leit því út fyrir að Siegel myndi sitja uppi með rándýra eftirlíkingu.

Mátti skila

En málinu var ekki lokið og tók fleiri snúninga í íslenska réttarkerfinu. Fór svo í mars mánuði á þessu ári að Siegel hafði betur í dómi í sama dómstóli. Var kaupsamningnum rift og fékk Siegel að skila skákborðinu og fá endurgreidda upphæðina sem hann borgaði fyrir. Þar að auki var Páli gert að greiða Bandaríkjamanninum 2,6 milljónir króna í málskostnað.

„Eins og rakið hefur verið vissi stefndi eða mátti vita að taflborð það er hann seldi stefnanda var ekki upprunaleg plata og ekki taflplatan sem skákir 7– 21 voru tefldar á. Á það minntist stefndi ekki er hann átti í samningaviðræðum við stefnanda,“ segir í niðurstöðu Héraðsdóms.

Borgaði ekki tryggingu

Vildi Páll áfrýja málinu til Landsréttar en Siegel krafðist tryggingar fyrir málskostnaði, það er upp á 1 milljón króna. Var það samþykkt með úrskurði þann 23. júní síðastliðinn.

Í niðurstöðu Landsréttar frá 12. september síðastliðnum kemur fram að þessi trygging hafi ekki verið greidd. Beri því að vísa málinu sjálfkrafa frá Landsrétti. Þar að auki er Páli gert að greiða Siegel 500 þúsund krónur í málskostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu