fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. september 2025 10:00

Stefán Pálsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna um stefnu Íslands í öryggis og varnarmálum, sem kynnt var fyrir helgi, segir að óumflýjanlegt sé að Ísland dragist inn í ítök ef þau brjótast út Evrópu.

Stefán Pálsson, sagnfræðiingur og varaborgarfulltrúi VG, undrast tóninn í þessari skýrslu. Hann segir í viðtali á Bylgjunni í morgun:

„Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur og einkennast af mjög miklum stríðæsingum. Við fórum í gegnum kalt stríð fyrir fáeinum áratugum, þó að þar væri við miklu svæsnari andstæðing að etja þá voru menn ekkert að slá því föstu að stríð væri óumflýjanlegt og gefa sér einhverjar forsendum um hvernig það myndi allt saman verða.“

Segir Stefán að Ísland hafi lagt áherslu á að kappkosta að norðurslóðir væru láspennusvæði. „Svo virðist manni núna að stemningin hjá  ýmsum forystumönnum sé eiginlega þvert á móti að koma okkur í þungamiðju átakanna og uppbyggingarinnar og bara hoppa upp og niður og reyna að vekja athygli á okkur.

Hvar voru þessar áherslur í kosningabaráttunni.

„Þetta snýst alltaf um hagsmuni. Það eru alltaf öfl sem hafa beinlínis hag af hernaðaruppbyggingu, hafa hag af því að ala á ótta, við sjáum það að ofboðslega mikið af umræðunni um Úkraínustríðið, viðbrögð við því snúast um kaup á vopnum. Af hverjum eru keypt, hverjir hagnast og græða,“ segir Stefán og bendir á að stjórnarflokkarnir hafi lítið talað um vopnakaup og hernaðaruppbyggingu í kosningabaráttunni. Hann segir að stjórnmálamenn hafi lengi skipst í hauka og dúfur hvað þessi mál varðar. Sumir leggi áherslu á varnarþáttinn og geri sig breiða:

„Það þarf yfirleitt ekki langa dvöl í utanríkisráðuneytinu til að stjórnmálamenn fari í þann gír, sem þar setjast. En mér finnst dálítið merkilegt að við erum til þess að gera nýbúin að fara í gegnum kosningar hér á landi og ég upplifði ekki í þeirri kosningabaráttu neitt ákall frá almenningi um það að núna yrði rækilega beint rísorsum yfir í hernaðaruppbyggingu og hernaðarmál og ég heyrði enga stjórnmálaflokka tala um það heldur.“

„Í síðustu kosningabaráttunni gekk þetta út á það að þau vildu stórátak í geðheilbrigðismálum. Fjölga sálfræðingum og auka aðgengi að því. Samfylkingin lagði áherslu á að allir ættu að geta komist til heimilislæknis. Korteri seinna fáum við yfirlýsingar og ekki einu sinni í þingsal á Alþingi heldur í tengslum við einhvern fund með erlendum NATO-ráðherrum, þar sem verið er að tala um hernaðarútgjöld og varnarmálaútgjöld á einhverjum allt öðrum skala heldur en Íslendingar hafa nokkurn tíma mátt venjast.“

Stefán segir að það sé engin spurning að pressan komi frá vopnaframleiðendum. Evrópsku NATO-ríkin séu tiplandi í kringum Bandaríkjaforseta og viti aldrei hvar þau hafa hann. Evrópa sé háð Bandaríkjunum þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar um annað. Það valdi því að Evrópuríki taki ekki eins harða afstöðu til hernaðar Ísraels í Palestínu en þau ella myndu gera. Ekkert megi segja sem Bandaríkjunum mislíkar.

Stefán telur hugmyndir um að Bandaríkin muni ef til vill hertaka Ísland vera fráleitar en viðalið má hlusta á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Í gær

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu