fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur ógilt þá ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að ákæra ekki mann sem var til rannsóknar vegna kæru um linnulausar hótanir í garð annars manns um margra mánaða skeið. Hefur ríkissaksóknari skipað lögreglu að ákæra í málinu.

Kærandinn mátti þola stöðugar hótanir hins kærða um líkamsmeiðingar, líflát og kynferðislegt ofbeldi. Einnig sagðist hann hafa staðið að baki árás grímuklædds manns sem kærandinn varð fyrir. Stóð þetta yfir vor og sumar árið 2023.

Sá sem kærði greindi lögreglu frá því að sá kærði vild fá lyf hjá honum og ýmis verðmæti og hafi hótað honum í tengslum við það. Hafi hann fengið ítrekuð símtöl frá hinum kærða þar sem hann hótaði að senda á hann fólk til að ráðast á hann. Hann sagðist ítrekað vera fyrir utan heimili hans og olli þetta kærandanum ótta í daglegu lífi. Einnig fékk hann hótanir frá honum með skilaboðum í gegnum síma og samfélagsmiðla.

Kærandinn óttaðist að sá kærði, sem var gamall kunningi hans, myndi ráðast á hann en sá ætti rafvopn, kylfu og grímu.

Lagði kærandinn fram samskiptagögn þar sem komu fram ítrekuð ógnandi ummæli og hótanir um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Einnig lagði kærandinn fram hljóðupptökur með hótunum frá hinum kærða.

Mjög alvarlegar hótanir

Sönnunargögn lágu fyrir í málinu auk játningar hins kærða. Lögreglustjóri ákvað hins vegar að ákæra manninn ekki þar sem talið væri að honum yrði ekki gerð frekari refsing en vofði yfir honum vegna annarra brota, en í lögum um meðferð sakamála er heimild til að falla frá ákæru á þessum grunni. Með öðrum orðum þá yrði refsing hans ekki þyngri þó að þetta mál bættist við önnur brot sem maðurinn var ákærður fyrir.

Ríkissaksóknari er ekki sammála þessu mati lögreglustjóra og telur líklegt að maðurinn hefði fengið aukna refsingu ef hann hefði verið sakfelldur fyrir þessi brot. Er þar bent á að hótanirnar séu mjög alvarlegar og ítrekaðar. Telur ríkissaksóknari málið vera nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Fellst hann ekki á þau sjónarmið lögreglustjóra að skilyrði til að falla frá saksókn séu fyrir hendi.

Ef því ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að falla frá saksókn í málinu felld úr gildi. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru í málinu.

Sá kærði þarf því að svara til saka og má búast við að vera dæmdur til refsingar fyrir linnulausar hótanir gegn manninum sem kærði málið til lögreglunnar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru
Fréttir
Í gær

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Í gær

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni
Fréttir
Í gær

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Í gær

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum
Fréttir
Í gær

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans
Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“