fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. september 2025 09:30

Sigmundur Davíð og Egill Helgason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, sjónvarpsmaður og samfélagsrýnir, gefur lítið fyrir þau orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um að mál hælisleitenda séu stærsta viðfangsefni samfélagsins.

„Ófremdarástand sem er stærra en nokkuð annað mál,“ er fyrirsögn á viðtali við Sigmund Davíð sem birtist á vef mbl.is í gærkvöldi.

Þar var Sigmundur meðal annars spurður út í niðurstöður könnunar á vegum Prósents þar sem fram kom að vinnan við fjórðungur landsmanna væri ánægður með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. Könnunin var unnið fyrir samtökin Ísland þvert á flokka.

„Þetta ófremd­ar­ástand sem hef­ur verið í þess­um mál­um á Íslandi und­an­far­in ár er meira áhyggju­efni en nokkuð annað,“ sagði Sigmundur meðal annars í viðtalinu.

Egill Helgason gefur lítið fyrir þessi ummæli. „Í alvörunni – hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu,” spurði Egill í færslu á Facebook-síðu sinni og deildi skjáskoti af viðtalinu.

„Af því hann hefur nákvæmlega ekkert annað en þetta og „Evrópa er vond“ til þess að næra sitt pólitíska líf,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, sem þekkir ágætlega til Sigmundar Davíðs.

„Ef maður er popúlisti er það staðalbúnaður að henda fram rugli og þvælu,“ sagði Flosi Þorgeirsson, tónlistarmaður og hlaðvarpsstjórnandi, í athugasemd sinni.

Miðflokksmaðurinn Sveinn Óskar Sigurðsson reyndi þó að bera í bætifláka fyrir Sigmund.

„Skuldir hrannast upp. Þú ferð til Grikklands þar sem ódýrt er að lifa vegna óreglu þar í fjármálum er skapar fátækt. Í Frakklandi hækka skuldir ríkisins um 5000 evrur á hverri sekúndu (um 720 þús kr m.v. gengið í dag) og mikil pólitísk óregla þar. Þitt kommúníska hugarfar er bara brenglað og þú sérð ekki myndina. Sumir læknast aldrei af þessu og það er synd,“ sagði Sveinn Óskar en Egill hafði lítinn húmor fyrir athugasemd hans og sagði:

„Þarf ég virkilega að láta þetta þrugl standa á síðunni minni? Í alvörunni?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“