fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Bergur Þorri miður sín og segir borgarstjóra sýna hroka

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er miður mín yfir hvað borgarstjóri sýnir mikinn hroka í því að hunsa okkur svona og ég held þau viti að við höfum réttmætar og eðlilegar áhyggjur af þessum hverfum,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ réttindasamtaka, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í viðtalinu gagnrýnir Bergur það að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir vegna aðgengismála fyrir fatlaða í skipulagsáætlunum nýrra hverfa.

„Ég er bú­inn að reyna að vekja at­hygli á slæmu aðgengi í borg­inni aft­ur og aft­ur. Og það er orðið ansi slæmt þegar maður þarf að vakta skipu­lags­áætlan­ir borg­ar­inn­ar til að sjá hvað standi til að gera í nýj­um hverf­um, þar sem aðgengi fatlaðs fólks er ekki tekið með inn í mynd­ina,“ segir hann í viðtalinu og nefnir dæmi um Veðurstofureitinn og Keldnahverfi.

Hann segist hafa óskað eftir fundi með borgarstjóra en einu svörin sem hann hefur fengið er tölvupóstur með eftirfarandi upplýsingum:

„Við telj­um að í ljósi fram­an­greinds sé ekki þörf á fundi með borg­ar­stjóra að svo stöddu en ekki hika við að hafa sam­band haf­ir þú ein­hverj­ar spurn­ing­ar.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“