Í viðtalinu gagnrýnir Bergur það að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir vegna aðgengismála fyrir fatlaða í skipulagsáætlunum nýrra hverfa.
„Ég er búinn að reyna að vekja athygli á slæmu aðgengi í borginni aftur og aftur. Og það er orðið ansi slæmt þegar maður þarf að vakta skipulagsáætlanir borgarinnar til að sjá hvað standi til að gera í nýjum hverfum, þar sem aðgengi fatlaðs fólks er ekki tekið með inn í myndina,“ segir hann í viðtalinu og nefnir dæmi um Veðurstofureitinn og Keldnahverfi.
Hann segist hafa óskað eftir fundi með borgarstjóra en einu svörin sem hann hefur fengið er tölvupóstur með eftirfarandi upplýsingum:
„Við teljum að í ljósi framangreinds sé ekki þörf á fundi með borgarstjóra að svo stöddu en ekki hika við að hafa samband hafir þú einhverjar spurningar.“
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.