fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Stórfelld líkamsárás í Breiðholti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. september 2025 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar stórfellda líkamsárás sem tilkynnt var um í hverfi 109 í gærkvöldi eða í nótt. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að gerendur hefðu flúið af vettvangi en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Alls eru 63 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Í miðborginni var tilkynnt um tvo menn sem höfðu brotið sér leið inn í stofnun í hverfi 101. Lögregla hafði uppi á mönnunum og voru þeir handteknir og vistaðir í fangaklefa. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 103 og var málið afgreitt á vettvangi með aðkomu lögreglu.

Í Kópavogi var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað. Þegar lögreglu bar að kom í ljós að um var að ræða nokkra aðila í gamnislag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Í gær

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar

Segja eitt stórt vanta í nýja kanónu sænskrar sögu og menningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun

Landlæknir bregst við fordómum gagnvart hinsegin fólki – Þunglyndi, kvíði og sjálfsvígshugsanir fylgi félagslegri útskúfun