fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Snorri segist ekki bera neina ábyrgð á hatri í garð hinsegin fólks – „Ég væri til í að við myndum bara ræða mín orð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. september 2025 21:41

Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Snorri Másson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson þingmaður Miðflokksins ræddi málefni hinsegin fólks við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur verkefnastýru Samtakanna ´78 í Kastljósi á RÚV fyrr í kvöld. Snorri vísaði allri ábyrgð á hatursorðræðu og ofbeldi í garð þessa hóps frá sér en hann hefur meðal annars hafnað því að bakslag hafi orðið í réttindum hinsegin fólks og hafnar því sömuleiðis að hægt sé að fæðast í röngum líkama.

Snorri sagði nýlega í viðtali við hlaðvarpið Ein pæling að hann væri ekki sáttur við hugtakið hinsegin fólk og vísaði því á bug að bakslag hefði orðið í réttindum þessa hóps. Hann sagði einnig að það væru bara til tvö kyn en fólk gæti ef það vildi trúað öðru.

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Í Kastljósi í kvöld endurtók Snorri þá skoðun að ekkert bakslag hefði orðið í réttindum þess hóps sem almennt hefur verið kallaður hinsegin fólk. Hann vildi meina að málið snerist um breytta hugmyndafræði í þessum málum sem verið væri að andmæla. Kaus Snorri því algjörlega að líta framhjá frásögnum hinsegin fólks um aukið hatur og ofbeldi í þeirra garð en myndbrot um það var spilað á undan umræðum Snorra og Þorbjargar.

Sagðist Snorri aðeins vera að lýsa efasemdum um áherslur í þessum málum eins og t.d. þegar komi að fræðslu fyrir börn um hvað það er að vera trans. Hann væri ekki að ala á neinu hatri.

Hatur

Snorri virðist þó eitthvað vera meðvitaður um að sá hópur sem til umræðu í þættinum verði fyrir hatri:

„Þegar fólk er haldið mikilli vanlíðan, mikilli gremju og tekur andúð sína á lífinu og tilverunni út á viðkvæmum hópum þá er það andstyggilegt.“

Snorri furðaði sig á þeim orðum Þorbjargar að henni væri brugðið yfir þeim orðum hans um að málið snerist um hugmyndafræði. Sagði Þorbjörg málið einfaldlega snúast um rétt trans fólks og annarra hinsegin hópa til að fá vera það sjálft og vera til.

Snorri sýndi ekki áhuga á að ræða ótta hinsegin fólks við að fá ekki að lifa við sömu mannréttindi og aðrir og fullyrti að meirihluti fólks teldi kynin vera tvö en vísaði ekki í neitt til að styðja þá staðhæfingu.

Umræðan

Snorri sagði það miður að fólk yrði sárt yfir orðræðu hans um þessi mál en hann teldi það mikilvægt eigi að síður að ræða til að mynda málefni trans fólks á þessum forsendum.

Hann vildi þó sýnilega ekki ræða líðan hinsegin fólks og hatur í garð þess heldur fremur hvort kynin væru fleiri en tvö.

Snorri virtist ekki sjá neitt samhengi á milli hans ummæla og hatursorðræðu í garð hinsegin fólks en á samfélagsmiðlum þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna hatursfullar athugasemdir við færslur eða fréttir sem fjalla um orðræðu Snorra um málefni trans fólks og annarra hinsegin hópa:

„Ég væri til í að við myndum bara ræða mín orð. Ég nota þau ekki gegn neinum. Auðvitað áttar maður sig á því að fólk getur tekið þetta sárt en hins vegar er það annað að ég get ekki lifað í samfélagi heldur þar sem lygi er gerð að sannleika og sannleikur er gerður að lygi.“

Óeðlilegt

Baldvin Þór Bergsson stjórnandi Kastljóss spurði þá Snorra hvað hann segði við því að með því að tala með þeim hætti sem hann gerir sé að hann að veita þeim hvatningu sem hafi uppi hatur og ofbeldi í garð hinsegin fólks.

Vildi Snorri meina að þeir sem töluðu með þeim hætti væru rökþrota. Hvort hann sé meðvitaður um hatursorðræðu sem t.d. trans konur eins og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Arna Magnea Danks hafa orðið fyrir, á undanförnum vikum og þær hafa sagt frá, er óljóst. Það hafa þó birst athugasemdir í t.d. athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem Snorra er þakkað fyrir og síðan bætt við hatursáróðri sérstaklega í garð trans fólks.

„Ég hef aldrei nokkurn tímann hvatt til ofbeldis,“ sagði Snorri.

„Síðan er fólk sem er veikt út í samfélaginu og fremur ofbeldi en ég fellst ekki á það að maður geti rætt þessi mál sem fullt af fólki úti í samfélagi bregst við og segir: Ég er sammála þér og ég hef áhyggjur af þessari þróun … án þess að vera sakað um að hata annað fólk eða vilja beita það ofbeldi eða vilja hvetja aðra til ofbeldis. Ég tala gegn ofbeldi.“

Samhengi

Snorri virtist ekki sjá það að það væri óhjákvæmilegt að setja orð hans í samhengi við þróunina bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi sérstaklega í ljósi stöðu hans sem þingmaður. Þegar Þorbjörg sagði það óhjákvæmilegt vildi Snorra meina að hún væri rökþrota og ætti að skoða ummæli hans ein og sér.

Virtist Snorri eiga afar bágt með að sjá nokkurt samhengi milli umræðu hans um hugmyndafræði sem verið sé beita og sé ekki eðlileg og haturs í garð hinsegin fólks. Hann segist ekki tala fyrir hatri í garð nokkurs manns en virtist ekki sjá það að þeir sem sannarlega vilja brjóta á mannréttindum hinsegin fólks finna sér skjól í umræðu um óeðlilega hugmyndafræði. Hvort það gangi nokkurn tímann að slíta alfarið tengslin á milli umræðu eins og þeirri sem Snorri segist vera að beita sér fyrir og hatursorðræðu er erfitt að segja.

Nokkuð hefur borið á gagnrýni á samfélagsmiðlum í garð Snorra fyrir að grípa ítrekað fram í fyrir Þorbjörgu á meðan þættinum stóð. Baldvin Þór er sömuleiðis gagnrýndur fyrir að koma ekki betur í veg fyrir þetta en í þættinum bað hann að minnsta kosti tvisvar Snorra að leyfa Þorbjörgu að fá að tala.

Kastljós kvöldsins er hægt að nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Er Trump dauðvona? Þetta sagði hann um orðróminn í gær

Er Trump dauðvona? Þetta sagði hann um orðróminn í gær
Fréttir
Í gær

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“
Fréttir
Í gær

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“
Fréttir
Í gær

Yfir 600 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í gærkvöldi

Yfir 600 látnir eftir öflugan jarðskjálfta í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“

Ketti bjargað úr Teslu-bifreið – „Heyra mátti mjálm koma úr  bifreiðinni að framanverðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð