fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 11:00

Þorsteinn Már Baldvinsson og Árni Oddur Þórðarson mokuðu inn peningum á síðasta ári

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir árið 2024 fengu samtals um 30 milljarða króna í sinn hlut. Þetta kemur fram í Hátekjublaði Heimildarinnar sem kom út í morgun.

Í blaðinu eru teknar saman útvarsskyldur tekjur fólks á síðasta ári sem og fjármagnstekjur, það er að segja tekjur af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Aðferðafræðin er því önnur en í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar þar sem að eingöngu eru gefnar upp útvarsskyldar tekjur. 

Ljóst er að aðferðafræði Heimildarinnar teiknar upp talsvert aðra mynd en kemur fram hjá Frjálsri verslun. Til að mynda var Árni Sigurðsson, forstjóri JBT Marel, launahæsti Íslendingurinn í fyrra samkvæmt síðarnefnda blaðinu með um 41 milljón króna á mánuði og árstekjur upp á 487 milljónir króna. Það skilar honum hins vegar aðeins í 41. sæti á Hátekjulista Heimildarinnar.

Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á Hátekjulista Heimildarinnar árið 2024 voru eftirfarandi:

  1. Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum forstjóri Samherja – 4,7 milljarðar króna
  2. Helga S. Guðmundsdóttir, fjárfestir og fyrrverandi eiginkona Þorsteins – 4,6 milljarðar króna
  3. Árni Oddur Þórðarson, eigandi og stjórnarformaður Eyrir Invest  – 3,9 milljarðar
  4. Þórður Magnússon, eigandi Eyrir Invest – 3,4 milljarðar
  5. Súsanna Sigurðardóttir, fjárfestir – 3,2 milljarðar
  6. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Arnarlaxs – 2,2 milljarðar
  7. Jón Pálmason, fjárfestir og annar eigandi IKEA á Íslandi – 1,8 milljarðar
  8. Ingunn Sigurðardóttir, hársnyrtir – 1,6 milljarðar
  9. Kristinn Reynir Gunnarsson, apótekari – 1,4 milljarðar
  10. Hannes Hilmarsson, einn stærsti eigandi Air Atlanta – 1,3 milljarðar

Nánar er fjallað um listann á vef Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Í gær

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar