Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir árið 2024 fengu samtals um 30 milljarða króna í sinn hlut. Þetta kemur fram í Hátekjublaði Heimildarinnar sem kom út í morgun.
Í blaðinu eru teknar saman útvarsskyldur tekjur fólks á síðasta ári sem og fjármagnstekjur, það er að segja tekjur af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Aðferðafræðin er því önnur en í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar þar sem að eingöngu eru gefnar upp útvarsskyldar tekjur.
Ljóst er að aðferðafræði Heimildarinnar teiknar upp talsvert aðra mynd en kemur fram hjá Frjálsri verslun. Til að mynda var Árni Sigurðsson, forstjóri JBT Marel, launahæsti Íslendingurinn í fyrra samkvæmt síðarnefnda blaðinu með um 41 milljón króna á mánuði og árstekjur upp á 487 milljónir króna. Það skilar honum hins vegar aðeins í 41. sæti á Hátekjulista Heimildarinnar.
Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á Hátekjulista Heimildarinnar árið 2024 voru eftirfarandi: