fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryan Kohberger, sem í sumar var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á fjórum ungmennum, hefur beðið um flutning úr álmunni þar sem hann afplánar dóm sinn.

Kohberger, sem var meistaranemi í afbrotafræði, var dæmdur fyrir að myrða Kaylee Goncalves, 21 árs, Madison Mogen, 21 árs, Xana Kernodle, 20 ára og Ethan Chapin, 20 ára. Stakk hann þau til bana þar sem þau sváfu á heimili sínu í bænum Moscow í Idaho.

Kohberger játaði sök í málinu í sumar en með játningunni komst hann hjá því að verða dæmdur til dauða.

Í frétt People kemur fram að Kohberger hafi beðið um flutning vegna stanslausra hótana og áreitis frá öðrum föngum. Ekki leið nema einn dagur frá því að Kohberger hóf afplánun þar til hann bað fyrst um flutning, en það gerðist eftir að hann fékk hótanir frá nokkrum föngum í svokallaðri J-álmu hámarksöryggisfangelsisins í Idaho.

Þar afplána margir af hættulegustu glæpamönnum Idaho dóma sína, þar á meðal Chad Daybell sem situr á dauðadeild.

Mun Kohberger ítrekað hafa verið hótað líkamsmeiðingum og hafa fangaverðir staðfest það að einhverju leyti. Í frétt Fox News kemur fram að fangelsismálayfirvöld hafi lagt til að hann bíði storminn af sér og bent á að álman sem hann afplánar dóm sinn í sé yfirleitt rólegri en aðrar álmur fangelsisins. Óvíst er því hvort Kohberger fái ósk sína uppfyllta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað