fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 08:30

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst drátt­ur­inn á þessu máli mjög sér­stak­ur,” segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Ráðning á innri endurskoðanda borgarinnar hefur dregist í hálft annað ár og staðgengill gegnt starfinu. Hildur segir að staðan sé óviðunandi og mikilvægt sé að ráða innri endurskoðanda sem allra fyrst eftir faglegum leiðum.

„Innri end­ur­skoðandi er gríðarlega mik­il­væg­ur eft­ir­litsaðili fyr­ir okk­ur í borg­ar­ráði. Þegar upp koma al­var­leg mál ósk­um við eft­ir út­tekt hjá innri end­ur­skoðun og þá skipt­ir máli að viðkom­andi njóti fulls trausts og hafi verið ráðinn eft­ir fag­leg­um og hlut­læg­um leiðum,“ seg­ir Hild­ur við Morgunblaðið.

Morgunblaðið hefur eftir heimildum sínum að unnið sé að því hjá borginni að breyta reglum í þá veru að borgarráð annist ekki ráðningu á innri endurskoðanda heldur borgarstjóri sjálfur. Á sama tíma eigi hann þó að vera óháður í sínum störfum.

Hildur segir við Morgunblaðið að mikilvægt sé að ráðningarferlið hefjist sem fyrst.

„Þetta er enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins og er einn af þeim þátt­um sem gríðarlega mik­il­vægt er að séu í föst­um skorðum, svo tryggja megi að innri end­ur­skoðandi njóti trausts allra borg­ar­ráðsfull­trúa. Til að út­tekt­ir hans séu hlut­laus­ar og fag­leg­ar er grund­vall­ar­atriði að hann sé ráðinn eft­ir fag­leg­um leiðum, en ekki hand­val­inn af borg­ar­stjóra,“ seg­ir Hild­ur við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað