fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 09:28

Hótel Saga árið 2013. Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram­kvæmd­ir Há­skóla Íslands (HÍ) og Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta (FS) við breytingar á Hót­el Sögu við Hagatorg eru á loka­stigi. Fjallað er um verkefnið í Morgunblaðinu í dag. HÍ tek­ur hús­næðið í notk­un núna í ág­úst og verður allt hús­næðið tekið í notk­un á næstu tveim­ur mánuðum fyr­ir utan Grillið, veitingastað á efstu hæð hússins.

HÍ og FS keyptu Hót­el Sögu af Bænda­sam­tök­un­um á 3,6 millj­arða króna í upp­hafi árs 2022 und­ir starf­semi sína. Áætlaður kostnaður við breyt­ing­ar á hús­næðinu er rúm­ir 9 millj­arðar og því gæti heild­ar­kostnaður orðið um 12,7 millj­arðar króna. Fram­kvæmd­ir hóf­ust með niðurrifi í mars 2022 og upp­bygg­ing hófst haustið 2023. Verkið var skipu­lagt þannig að byrjað var á efri hæðum og unnið niður og eru kennslu­stof­ur á neðri hæðum.

„Nú­ver­andi skipt­ing ger­ir ráð fyr­ir að HÍ nýti 76,5% og miðast upp­gefið kaup­verð við þann eign­ar­hlut. Þessi skipt­ing er þó ekki end­an­leg. Rök­in fyr­ir kaup­un­um voru skýr: Staðsetn­ing Sögu væri ein­stök fyr­ir starf­semi HÍ og FS og ljóst að þarna væri tæki­færi sem vand­séð væri að myndi bjóðast aft­ur. Þar með væri hægt að flytja starf­semi HÍ frá Stakka­hlíð, Nes­haga og Skip­holti inn á há­skóla­svæðið sem gæfi tæki­færi til að bæta bæði kennslu og rann­sókn­ir auk þess sem unnt væri að ná fram sam­legð og hagræðingu í rekstri,“ segir Krist­inn Jó­hann­es­son, sviðsstjóri fram­kvæmda- og tækni­mála hjá HÍ. 23,5% yrðu þannig stúdentagarðar FS.

Fjallað er ítarlega um framkvæmdirnar í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra