Fabian Hoffmann, þýskur flugskeytasérfræðingur, fjallaði um þetta á samfélagsmiðlinum Bluesky og birti mynd af flugskeytinu, sem hefur verið sveipað mikilli leynd fram að þessu, og sagði að þetta væri „langdræga vopnið sem Úkraínu hefur beðið eftir“.
Það er úkraínska fyrirtækið Fire Point sem framleiðir Flamingoflugskeytið. Það er sagt geta dregið 3.000 kílómetra og borið eitt tonn af sprengiefni.