fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 07:24

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í gærkvöldi um 15 ára börn í annarlegu ástandi með áfengi við grunnskóla í Reykjavík.

Í skeyti frá lögreglu nú í morgunsárið kemur fram að haft hafi verið uppi á krökkunum í nærliggjandi götu þar sem nokkur af þeim voru verulega ölvuð. Var börnunum komið heim til foreldra sinna.

Lögreglu var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á veitingastað í miðborginni. Hann gerði sig líklegan til þess að girða niður buxurnar fyrir framan aðra gesti og veitast að starfsmönnum. Maðurinn, sem var verulega ölvaður, var handtekinn vegna málsins.

Þá var tilkynnt um annan einstakling sem var ber að ofan að öskra út í loftið í annarlegu ástandi. Vitni sagði hann hafa öskrað á fólk og barið í rúður veitingastaðar. Viðkomandi brást illa við afskiptum lögreglu en hann var handtekinn á vettvangi sökum ástands hans. Hann sagðist vera búinn að drekka einn lítra af vodka. Hann er sagður hafa hrækt á fatnað lögreglumanns og var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Áfengi kom fleiri í klandur í gærkvöldi því starfsmenn óskuðu aðstoðar lögreglu við að vísa pari úr lauginni þar sem konan væri ölvuð. Parið neitaði að yfirgefa laugina og að sögn lögreglu voru konan og karlinn æst út í einn starfsmann laugarinnar.

Konan er sögð hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum að viðstaddri lögreglu þegar parið var á leiðinni í burtu frá sundlauginni. Konan var að lokum handtekinn þegar hún neitaði að róa sig niður og fara í burtu að beiðni lögreglu. Hún var flutt á lögreglustöð en látin laus að skýrslutöku lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“