fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Haraldur Briem látinn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 08:30

Haraldur Briem. Mynd: Stjórnarráðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Har­ald­ur Briem fyrrum sótt­varna­lækn­ir er látinn, 80 ára að aldri.

Morgunblaðið greinir frá andláti Haraldar, sem lést 11. ág­úst á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Har­ald­ar er Snjólaug G. Ólafs­dótt­ir, f. 1945, fyrrum skrif­stofu­stjóri. Son­ur þeirra er Ólaf­ur Andri Briem, fæddur 1974.

Har­ald­ur fædd­ist í Reykja­vík 9. ág­úst 1945. Hann varð stúd­ent frá MR 1965, lauk lækna­prófi við Há­skóla Íslands 1972 og doktors­námi í lækna­vís­ind­um við Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi árið 1982. Haraldur fékk sér­fræðings­leyfi í Svíþjóð í bráðum smit­sjúk­dóm­um árið 1979 og ári síðar hér á landi.

Sóttvarnalæknir í 18 ár

Har­ald­ur starfaði sem lækn­ir hér og landi og í Svíþjóð um ára­bil, með sér­hæf­ingu í smit­sjúk­dóm­um og sýkla­rann­sókn­um. Við heim­komu frá Svíþjóð 1982 fékk hann fljót­lega stöðu sér­fræðings í smit­sjúk­dóm­um við Borg­ar­spít­al­ann og varð síðar yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar. Árið 1995 hóf hann störf við land­læknisembættið, með áherslu á sótt­varn­ir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarland­lækn­is og sem sett­ur land­lækn­ir. Frá árs­byrj­un 1998 til 2015 var hann sótt­varna­lækn­ir við embætti land­lækn­is.

Har­ald­ur stundaði rann­sókn­ir og kennslu í sín­um fræðum við Há­skóla Íslands og einnig í há­skól­um í Svíþjóð. Var hann ásam fleiri lækn­um í far­ar­broddi hér á landi í bar­áttu gegn al­næmi, við erfiðar aðstæður. Hann gegndi ýms­um fé­lags- og trúnaðar­störf­um fyr­ir lækna, sat meðal annars í stjórn Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, og var lengi formaður Fé­lags ísl. smit­sjúk­dóma­lækna. Hann átti jafn­framt sæti í fjöl­mörg­um nefnd­um og ráðum. Eft­ir Har­ald ligg­ur fjöldi greina í hér­lend­um og er­lend­um fag­tíma­rit­um, meðal annars  ritaði hann leiðara í tíma­rit­inu Lancet.

Har­aldi hlotnuðust ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín. Þannig fékk hann Nor­rænu lýðheilsu­verðlaun­in árið 2012 og ís­lensku fálka­orðuna árið 2019 fyr­ir störf á vett­vangi heilsu­vernd­ar og lýðheilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
Fréttir
Í gær

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Í gær

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af

Rakel talar opinskátt um áskoranir sem kennari – Nefnir það sem hún hefur mestar áhyggjur af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“