fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 07:32

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt en alls eru 52 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Tilkynnt var um stórfellda líkamsárás við knæpu í Kópavogi og var einn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn en ekki koma fram frekari upplýsingar um málið í skeyti lögreglu nú í morgunsárið.

Í miðborginni var maður handtekinn fyrir að hafa slegið dyravörð hnefahöggi þegar verið var að vísa honum út. Málið var afgreitt með skýrslutöku á lögreglustöð og var maðurinn látinn laus að því loknu.

Í miðborginni var einnig tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á skemmtistað. Hann brást illa við að vera vakinn, neitaði að gefa upp persónuupplýsingar og hafði uppi ógnandi tilburði. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum.

Þá var tilkynnt um líkamsárás við verslunarmiðstöð í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti. Báðir ætlaðir gerendur og þolandi voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Í sama umdæmi var lögregla kölluð til vegna umferðarslyss en þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Ökumaður reyndist ölvaður við akstur og var hann fluttur á lögreglustöð til vistunar vegna rannsóknar málsins.

Og í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um mögulega framleiðslu fíkniefna í iðnaðarhúsnæði. Það reyndist á rökum reist og er málið í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah hetja Egyptalands
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Í gær

Eyjólfur Ármannsson í feðraorlof – Inga leysir af

Eyjólfur Ármannsson í feðraorlof – Inga leysir af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu