fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. ágúst 2025 09:44

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tolla-Trump lætur aftur að sér kveða en Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun þar sem hann lagði nýja tolla á fjölda ríkja, þar með talið á Ísland. Tollarnir eru á bilinu 10-41 prósent og leggjast á innflutning tuga viðskiptaríkja. Skýringar Trump á tollunum hafa verið nokkuð á reiki. Annars vegar hefur hann vísað til þess að tollarnir séu til að bregðast við ósanngjörnum viðskiptahalla við Bandaríkin en hins vegar hefur hann tilkynnt þjóð sinni að tollar séu nýjasta tekjuöflunarleið ríkissjóðs og muni gera honum kleift að lækka aðra skatta á borð við fjármagnstekjuskatt og tekjuskatt einstaklinga. Trump hefur einnig ítrekað lagt á tolla, frestað þeim eða hætt við, en fyrir vikið er forsetinn stundum uppnefndur TACO, Trump always chickens out eða Trump flýr alltaf af hólmi.

Fyrir liggur sömuleiðis að viðskiptahalli við Ísland er jákvæður fyrir Bandaríkin, með öðrum orðum þá flytjum við meira inn þaðan en við flytjum út. Á íslenskan innflutning mun að óbreyttu leggjast 15 prósenta tollur eftir viku. Ísland sleppur í raun betur en mörg önnur ríki. Indland fær á sig 25 prósenta toll, Suður-Afríka 30 prósent og Sviss 39 prósent svo dæmi séu tekin. Tollar á Kanada hækka eins úr 25 prósentum upp í 35 prósent, en þar er Trump að refsa Kanadamönnum fyrir að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.

Fátæk og stríðshrjáð ríki fá líka á sig ofurtolla. Sýrland fær 41%, Írak 35%, Laós og Myanmar fá 40% og Líbýa fær 30%. Lægsta tollinn fær Brasilía, 10 prósent, en Trump hafði áður lagt 40 prósent tolla á tilteknar vörur frá Brasilíu til að refsa þjóðinni fyrir að ákæra fyrrum forseta sinn, Jair Bolsonaro, fyrir tilraun til að hnekkja lýðræðislegum kosningum. Þau ríki sem ekki eru tilgreind í forsetatilskipuninni, og hafa ekki gengið frá tollasamkomulagi við Trump nú þegar, fá á sig almennan 10 prósenta toll. Evrópusambandið fær á sig 15 prósenta toll samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í síðustu viku.

Að sögn forsetans er of seint fyrir Ísland og önnur ríki að sleppa undan tollunum, hann sé þó alltaf opinn fyrir tilboðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Í gær

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“