fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. ágúst 2025 07:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pútín og samstarfsfólk hans í Kreml á sér stóra drauma um að stækka Rússland, leggja meira land undir sig. En í sögulegu samhengi þá stefnir frekar í að Rússland minnki.

Rússland nær yfir 17 milljónir ferkílómetra og því ætti Rússa eiginlega ekki að skorta land en Pútín virðist vera annarrar skoðunar. Á síðustu árum hafa Rússar innlimað nokkur úkraínsk héröð í Rússland (að minnsta kosti á pappírum) en Pútín viðraði nýlega enn frekari metnað til landvinninga. Á ráðstefnu í Sankti Pétursborg vitnaði hann í „gamla reglu sem segir að þar sem rússneskur hermaður stígur niður fæti, það sé eign Rússa“.

Kremlverjar telja sig hafa kröfu til að eignast fimm úkraínsk héruð. Ef þeim tekst að innlima Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizjzja til viðbótar við Krím, þá hefur Rússland stækkað um 135.000 ferkílómetra.

En Pútín og samstarfsfólk teljaað Rússar eigi að ná allri Úkraínu á sitt vald.  „Ég hef sagt það margoft að ég tel að Rússar og Úkraínumenn séu ein þjóð. Í þeim skilningi,“ sagði Pútín á ráðstefnu í júní.

Jótlandspósturinn segir að öldum saman hafi Rússar verið uppteknir við að koma sér upp stuðpúða á mill landsins og ríkja sem gætu ógnað Rússlandi úr austri eða suðri.

„Það er mjög útbreidd skoðun að rússnesku landamærin geti ekki verið nógu langt frá Moskvu ef Rússland á að lifa við frið og öryggi,“ skrifaði þýski Rússlandssérfræðingurinn Jens Siegert. Út frá þessari „röksemdafærslu“ þá gætu Georgía, Armenía, Kasakstan, Belarús, Moldóva og Eystrasaltsríkin þrjú, verið efst á óskalista Rússa.

Þetta passar vel við hugmyndir rússneskra öfgahægrimanna sem vilja koma upp rússnesku áhrifasvæði þar sem um 250 milljónir manna búa. Þetta á að tryggja Rússlandi sæti við borð stórveldanna.

Fyrirmynd Pútíns og hans fólks er rússneska heimsveldið sem Pétur Mikli kallaði svo 1721 og leið undir lok í byltingunni 1917.

Það er ekki einfalt mál að endurreisa heimsveldi og ef horft er á raunveruleikann á bak við háværan áróður Moskuvaldsins, þá sést að Rússar munu lenda í ýmsum alvarlegum vandamálum ef þeir reyna að leggja nágrannaríkin undir sig.

Stríðið í Rússlandi hefur sýnt Rússar mæta mikilli mótstöðu, bæði hernaðarlega, pólitískt og menningarlega. Getur Rússland, með íbúafjölda sem aðeins helmingurinn af íbúafjölda Sovétríkjanna, virkilega stýrt löndum, sem vilja ekki lenda undir hæl Rússa, til langs tíma?

Gagnrýnendur hafa bent á að á næstu áratugum sé frekar hætta á að Rússland minnki en stækki. Þetta sé langtímaþróun sem hafi hafist við hrun Sovétríkjanna og þegar Rússar misstu áhrif í Mið-Evrópu á níunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?